Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Blaðsíða 8
Gerður Kristný
ályktun að Halldór hafi legið mikið yfir henni. Samt er greinilegt að hann
hefur lesið hana því hann hefur strikað undir á einum stað með sama
bleki og hann skrifaði nafnið sitt. Það er setning í 21. kafla sem hefur
vakið athygli hans en kaflinn heitir Piskning som aphrodisisk Læge-
middel. Þar er sagt frá ýmsum þjóðum, s.s. Rómverjum, Grikkjum og
Rússum, sem fínnst fátt jafnæsandi og að láta píska sig duglega og sagt að
nú séu slíkar barsmíðar aðeins notaðar í læknisfræðilegum tilgangi,
þ.e.a.s. til að auka getu karlmanna. Síðan er kennt hvernig eigi að beita
vendinum og bent á að betra sé að nota birkihríslu en písk með leður-
reimum því þær skerist of djúpt ofan í holdið, og skulu höggin látin
dynja á hrygg, lendum og sitjanda. Fyrst skal slegið laust en smám saman
auka kraftinn og loks slá eins fast og óskað er eftir. Fullyrt er að best sé að
láta berja sig að loknu baði því þá sé húðin viðkvæmari en ella og heppi-
legast sé að konur haldi um vöndinn til að karlarnir fái bæði líkamlega
og andlega örvun.
Setningarnar sem Halldór hefur strikað undir óstöðugri hendi er að
finna í málsgrein þar sem sagt er frá því að Klemens páfa VI hafi blöskrað
pyntingafysn kaþólikka og loks bannað vandarhögg. Þær eru á þessa leið:
„Hvað sem öðru líður gæti maður næstum því haldið að þeir sem einu
sinni hefðu fengið að kenna á svipunni gætu ekki án þess verið úr því að
barsmíðarnar héldu áfram í leyni þrátt fyrir endurtekin bönn.“ (Bls. 198)
Um það bil áratug síðar var Halldór kominn til Bandaríkjanna, eins og
Halldór Guðmundsson sagði frá í síðasta hefti Tímarits Máls og menn-
ingar, þar sem einnig voru birt drög að kvikmyndahandriti skáldsins „um
lífið við sjávarsíðuna á !slandi“. Þar eru komin frumdrög að skáldsög-
unni um Sölku Völku. Þrjár uppástungur um nafn á myndina komu til
greina: Salka Valka, Kona í síðbuxum og íslenska svipan. Og svipa kemur
svo sannarlega við sögu því þar er sagt um Arnald, sem heitir reyndar
Arnold í kvikmyndahandritinu: „Hann á þrjá íslenska hesta og fagra
svipu. Það er stolt hvers íslensks hestamanns að eiga listilega gerða ís-
lenska svipu.“
Síðan tekur við æsandi söguþráður þar sem kvalafullar ástríður gjósa
upp í sögupersónum, kryddaðar með afbrýðisemi, reiði og minnimáttar-
kennd. Af slíkri blöndu hlýst auðvitað aðeins eitt, fólk reynir að nauðga
hvert öðru. Handritið endar síðan á eftirfarandi hátt:
Þá kemur hún auga á fögru íslensku svipuna hans á veggnum. Hún tekur hana
niður, snýr sér að gamla manninum og segir:
„Hvað ég ætla að gera? Ég ætla að vera í þessu húsi þangað til eigandi þess
kemur og rekur mig út með þessari svipu.“
6
TMM 2004 • 2