Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Blaðsíða 114
Bókmenntir
Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir:
Endurfundir við einsemdina
Borgir og eyðimerkur eftir Sigurjón Magnússon (Bjartur 2003) og Hótelsumar
eftir Gyrði Elíasson (Mál og menning 2003).
Kristmann Guðmundsson rithöfundur dvelur, þjakaður af þreytu og áhyggjum,
á hóteli í Hveragerði einn vordag árið 1964. Til Hveragerðis hefur hann farið í
ráðaleysi mitt í erfiðum réttarhöldum sem standa yfir í Reykjavík, til þess að ná
áttum, til þess að komast burt.
Bók Sigurjóns Magnússonar Borgir og eyðitnerkurber undirtitilinn „Skáldsaga
um Kristmann Guðmundsson“ en byggir á raunverulegum atburðum úr lífi rit-
höfundarins. Kristmann stóð á þessum tíma í meiðyrðamáli við Thor Vilhjálms-
son, kollega sinn sem hann taldi að hefði í tímaritsgrein í Birtingi vegið að
mannorði sínu og starfsheiðri.
Skáldskapurinn er fólginn í því að Sigurjón setur sig inn í hugarheim Krist-
manns og greinir frá skoðunum hans og tilfinningum, en þar sem kemur að
sannreynanlegum atriðum um líf hans og störf styðst höfundurinn við heimildir.
Sögutími er einn sólarhringur, en sagan er líka endurlit, þ.e. hugsanir Krist-
manns reika fram og aftur um ævina, svo að lesendur séu sæmilega upplýstir um
ævi hans og störf og öðlist jafnframt mynd af því hvað hefur rekið hann til
Hveragerðis þennan dag.
Réttarhöldin eru þungamiðja sögunnar, en smám saman kemur í ljós að þau
eru bara toppurinn á ísjakanum og meiðandi grein Thors aðeins dropinn sem
fyllti mælinn. Það var ekkert nýtt að vegið væri að mannorði Kristmanns Guð-
mundssonar og starfsheiðri. Þegar hann sneri aftur frá Noregi á fjórða ára-
tugnum, þar sem hann hafði ungur öðlast umtalsverða frægð sem rithöfundur,
snerist almenningsálitið gegn honum eins og mátti merkja af þrálátum gróu-
sögum sem um hann gengu. Ekki einungis var hann sagður ljúga til um vel-
gengni sína, líka var því haldið fram að hann væri kynferðislega brenglaður og
hrottafenginn í samskiptum við konur - vísast til þess að skýra að hann kvænt-
ist oftar en venja er til.
Að mati Kristmanns voru ástæður söguburðarins að stærstum hluta póli-
tískar. Hann var á öndverðum meiði við flesta mennta- og listamenn á þessum
árum sem margir höfðu gengist kommúnismanum á hönd. Kristmann talar um
„bráðafár kommúnismans“ og starfsbræður hans sem urðu að „blygðunar-
lausum æsingalýð“ sem beitti sér fyrir því að breiða út fagnaðarerindið um sælu-
ríki öreiganna austur í Rússlandi og eyddi ekki síður púðri í að ófrægja hvern
þann sem leyfði sér að vísa blekkingum um það á bug.
Sjálfur taldi Kristmann hins vegar að skáld yrðu að vera frjáls og óbundin af hvers kyns
pólitískum kreddum og þeim bæri að segja sannleikann um heiminn í því skyni að
112
TMM 2004 • 2