Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Page 32
Hólmfríður Garðarsdóttir
Tilraunir unglingsáranna leiða til þess að Lúna öðlast viðurkenningu
sem björt von í íslenskri málaralist (138) og að Rósa uppgötvar ástina.
Hún gekk „ein út í myrkrið, gekk ein [... ] heim til hans sem hún hafði
alltaf ætlað að elska, til hans sem hún hafði í rauninni alltaf elskað“
(113). Hún fer til ástarfundar við fóstra sinn og föður og „hún hugsaði:
Magdalena fórnaði sér vegna mín. Ég mun því njóta þess að veita Róbertþá
ást sem hún gat ekki gefið honum“ (130).
Hún hafði nálgast sinn innsta kjarna með Róbert. Þau höfðu bæði fundið það. Þau
höfðu bæði fundið það sem þau leituðu að, sameiginlegan kjarna sem var heill og
fullkominn. Rósa hugsaði: Það hlýtur að vera þess vegna sem ég fann þessa ólýsan-
legu lykt og finn hana reyndar enn. Það hlýtur nefnilega að verða ofurheitt þegar
tvær manneskjur sem fundið hafa ástina nálgast kjarnann á sama tíma. Þannig
hlýtur líka að kvikna nýtt líf sem er bæði ákaflega gamalt og sameiginlegt. (126)
Viðburðaríkum tilraunum æsku- og unglingsáranna er lokið og vinkon-
urnar eru komnar til manns. Lúna málar myndir og Rósa verður móðir
hálfbróður síns. Um leið og losnar um samband Lúnu og Rósu berst bréf
frá Lenna þar sem hann rekur margra ára leit sína að Rósu Cordovu milli
þorpa Nýju Mexíkó og lýsir því hvernig hann fann ástina í Floru dóttur
hennar (139-185). Sjónarhorn Frá ljósi til ljóss beinist frá lokuðum
heimi Laugarnessins og út yfir sundin og Atlantshafið. Þegar sonurinn,
Lenni yngri, fæðist (188) eru örlögin ráðin, því Rósa mun halda í vestur-
veg svo Lennarnir fái að kynnast.
Af ofangreindri frásögn má ráða að það er afar langsótt, ef ekki fjar-
stæða að halda því fram að skáldsagan sé skrifuð undir áhrifum frá
suðuramerísku töfraraunsæi eða falli að þeirri skilgreiningu á hugtakinu
sem sett var fram hér að framan. Vigdís Grímsdóttir fléttar einfaldlega
raunsæislýsingum á hversdagslegri tilveru tveggja ungra kvenna í Reykja-
vík saman við draumkennda þætti sem fengnir eru að láni úr sögum af
öðrum konum, eins og látnu móðurinni Magdalenu og Fridu Kahlo.
Þetta er einmenningarlegt verk, að öllu leyti staðsett í íslenskum samtíma
þar sem fýrirbærin eru raunveruleg og reynsla sögupersónanna
útskýranleg og auðskilin. Þó að samskipti sögupersónanna séu hvorki
hversdagsleg né hefðbundin heldur mótuð af litríku hugmyndaflugi og
auðugu ímyndunarafli þeirra, sérstaklega Rósu, þá eru þau rammíslensk
og kunnugleg. Sögupersónur Frá ljósi til ljóss búa yfir innsæi og skapandi
skynjun á umhverfmu og öðru fólki, en ekki yfirnáttúrulegum kröftum
eða hæfileikum. Stelpurnar hlýða á sinn innri mann og gefa hugmynda-
fluginu lausan tauminn í umhverfi sem gerir ekkert til að bæla þær niður
eða brjóta frjóan vilja þeirra á bak aftur. Um leið og hlúð er að sjálfs-
30
TMM 2004 • 2