Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Page 96
Dagný Kristjánsdóttir
halda fjarlægð og hlutlægu mati á persónu sem hann jafnframt reynir að
kynnast eins vel og einn maður getur kynnst annarri manneskju.13 Á hinu
síðastnefnda hvílir einmitt trúverðugleiki ævisögunnar því bæði sjálfs-
ævisagan og ævisaga sem skráð er af öðrum byggja á sama grundvallar-
atriði eða því að sagður skal sannleikurinn og ekkert nema sannleikur-
inn. Til þess er sagan sögð.
Augljóslega getur enginn sagt sannleikann allan um aðra og ekki er
einu sinni víst að við getum skráð sannleikann nákvæmlega eftir annarri
manneskju. Þekkjum við það ekki öll hvernig við túlkum og veljum úr og
ritstýrum eða ritskoðum þær sögur sem aðrir segja okkur þegar við end-
ursegjum þær? Einn fræðimaður hefur gengið svo langt að segja að allar
ævisögur séu jafnframt ævisögur skrásetjarans af því að hann yfirfæri
sinn ótta, sína drauma og þrár á söguhetjuna og samband hans við hana
sé sjálfur kjarni ævisögunnar.14
Reynir Traustason skrifar eftirmála að sögu Lindu þar sem hann segir
frá því hvernig hann hefur fylgst með Lindu lengi og hann staðfestir sögu
hennar um hnýsna forvitni fólks, kjaftasögur og öfund. Hann staðfestir
heiðarleika Lindu, vilja til að segja frá því sem raunverulega gerðist
öðrum til varnaðar og eftirbreytni. Hann er algjörlega á hennar bandi og
hverfur bak við frásögn hennar eða fellur saman við hana. Aldrei tekur
hann beina eða óbeina afstöðu gegn skjólstæðingi sínum og þó að stíll-
inn verði stundum flatur og tilfinningasamur er ekkert sem bendir til að
það sé gert í háði eða beint gegn söguhetjunni sem textinn er lagður í
munninn á. Aðeins í eftirmálanum kemur Reynir Traustason fram í eigin
persónu og þá til að lýsa stuðningi og samstöðu með Lindu. Einn með-
ferðarfulltrúinn á Hazelden er látinn segja að saga Lindu minni mjög á
sögu Marilyn Monroe og það er saga Marilyn sem verður einskonar innri
texti í bók Reynis. Myndin sem lesandinn er skilinn eftir með er mynd
hinnar barnslegu, auðsærðu og þunglyndu fegurðardísar, fórnarlambsins
sem misnotað er af öðrum en er þó miklu fremur fórnarlamb sinna innri
óvina. Er þetta mynd Reynis af Lindu eða er það hennar eigin mynd?
Þórunn Hrefna skrifar formála að bókinni um Ruth Reginalds og eins
og Reynir undirstrikar hún að Ruth hafi sýnt óvenjulegt hugrekki, opnað
sál sína, sýnt heiðarleika og hreinskilni og sagt allt þó að ekki hafi það
verið létt enda hafi hún lifað „meiri átök, stærri umskipti, þyngri sorgir
og meira mótlæti heldur en margur níræður. [...] Þessi bók er tilraun til
að horfast í augu við fortíðina og sættast við hana. Tilraun til þess að
skýra og skilgreina atburði sem orsakað hafa djúpar tilfinningar. Hún er
líka tilraun til að færa styrk og huggun þeim sem sjá ekki fram úr erf-
iðum kringumstæðum í lífi sínu.“15 Hér eru samankomnir bæði
94
TMM 2004 • 2