Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Page 96

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Page 96
Dagný Kristjánsdóttir halda fjarlægð og hlutlægu mati á persónu sem hann jafnframt reynir að kynnast eins vel og einn maður getur kynnst annarri manneskju.13 Á hinu síðastnefnda hvílir einmitt trúverðugleiki ævisögunnar því bæði sjálfs- ævisagan og ævisaga sem skráð er af öðrum byggja á sama grundvallar- atriði eða því að sagður skal sannleikurinn og ekkert nema sannleikur- inn. Til þess er sagan sögð. Augljóslega getur enginn sagt sannleikann allan um aðra og ekki er einu sinni víst að við getum skráð sannleikann nákvæmlega eftir annarri manneskju. Þekkjum við það ekki öll hvernig við túlkum og veljum úr og ritstýrum eða ritskoðum þær sögur sem aðrir segja okkur þegar við end- ursegjum þær? Einn fræðimaður hefur gengið svo langt að segja að allar ævisögur séu jafnframt ævisögur skrásetjarans af því að hann yfirfæri sinn ótta, sína drauma og þrár á söguhetjuna og samband hans við hana sé sjálfur kjarni ævisögunnar.14 Reynir Traustason skrifar eftirmála að sögu Lindu þar sem hann segir frá því hvernig hann hefur fylgst með Lindu lengi og hann staðfestir sögu hennar um hnýsna forvitni fólks, kjaftasögur og öfund. Hann staðfestir heiðarleika Lindu, vilja til að segja frá því sem raunverulega gerðist öðrum til varnaðar og eftirbreytni. Hann er algjörlega á hennar bandi og hverfur bak við frásögn hennar eða fellur saman við hana. Aldrei tekur hann beina eða óbeina afstöðu gegn skjólstæðingi sínum og þó að stíll- inn verði stundum flatur og tilfinningasamur er ekkert sem bendir til að það sé gert í háði eða beint gegn söguhetjunni sem textinn er lagður í munninn á. Aðeins í eftirmálanum kemur Reynir Traustason fram í eigin persónu og þá til að lýsa stuðningi og samstöðu með Lindu. Einn með- ferðarfulltrúinn á Hazelden er látinn segja að saga Lindu minni mjög á sögu Marilyn Monroe og það er saga Marilyn sem verður einskonar innri texti í bók Reynis. Myndin sem lesandinn er skilinn eftir með er mynd hinnar barnslegu, auðsærðu og þunglyndu fegurðardísar, fórnarlambsins sem misnotað er af öðrum en er þó miklu fremur fórnarlamb sinna innri óvina. Er þetta mynd Reynis af Lindu eða er það hennar eigin mynd? Þórunn Hrefna skrifar formála að bókinni um Ruth Reginalds og eins og Reynir undirstrikar hún að Ruth hafi sýnt óvenjulegt hugrekki, opnað sál sína, sýnt heiðarleika og hreinskilni og sagt allt þó að ekki hafi það verið létt enda hafi hún lifað „meiri átök, stærri umskipti, þyngri sorgir og meira mótlæti heldur en margur níræður. [...] Þessi bók er tilraun til að horfast í augu við fortíðina og sættast við hana. Tilraun til þess að skýra og skilgreina atburði sem orsakað hafa djúpar tilfinningar. Hún er líka tilraun til að færa styrk og huggun þeim sem sjá ekki fram úr erf- iðum kringumstæðum í lífi sínu.“15 Hér eru samankomnir bæði 94 TMM 2004 • 2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.