Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Blaðsíða 80

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Blaðsíða 80
Birgir Hermannsson Stóra bollan Stundum er sagt að raunveruleikinn sé lygilegri en nokkur skáldskapur. í greininni hér á eftir tek ég til umfjöllunar mál sem tröllreið íslensku þjóðfélagi um tíma og hvarf svo. Málið hefur öll einkenni skáldskapar, svona líkt og það hefði verið samið inn í samfélagið, bókinni síðan lokað og hún sett upp í hillu. Þar er málið síðan geymt, þó ekki sé það gleymt; skáldskapur hefur, eins og við vitum, áhrif með ýmsum hætti. Málið allt einkennist ekki síst af því að á stundum er með öllu óljóst hvað er skáld- skapur og hvað raunveruleiki. „Stóra bollan“ er eitt furðulegasta mál í stjórnmálasögu íslands og þó víðar væri leitað. Á bolludaginn, 3. mars 2003, ásakaði Davíð Oddsson forsætisráðherra forsvarsmenn Baugs um að hafa rætt sín á milli um að bera á sig fé, hvorki meira né minna en 300 milljónir króna. Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, tjáði Davíð þetta á fundi sem þeir áttu saman í London þann 28. janúar 2002, þó að frásögn Hreins af þeim fundi sé raunar nokkuð önnur en Davíðs. Nokkrum dögum áður, 22. janúar 2002, hafði Davíð veist harkalega að Baugi í ræðu á Alþingi og sagt að til greina kæmi að skipta upp fyrirtækinu. Bolludagsmálið einkennd- ist einnig af hörðum árásum Davíðs á pólitíska andstæðinga sína: hann sakaði þá um spillingu og lýsti því yfir að nánast hann einn stæði gegn framsókn óæskilegra afla í íslensku samfélagi. Margt í þessu máli er vert umfjöllunar. í fyrsta lagi er ýmislegt við framgöngu ráðherrans að athuga. í öðru lagi benda viðbrögð fjölmiðla til að þeir ráði illa við erfið mál af þessu tagi, og í þriðja lagi er þögnin sem þetta mál er sveipað vísbending um að margt sé rotið við stjórnmála- menningu landsmanna. íslendingar bera sig gjarnan saman við nágranna- þjóðir sínar, en óhætt er að fullyrða að afar ósennilegt er að slík upp- ákoma ætti sér stað í nágrannalöndum okkar, og ef svo ólíklega vildi til yrðu viðbrögðin við henni með öðrum hætti en raun bar vitni hér á landi. Þetta eitt og sér verðskuldar umfjöllun. Það er einnig áleitin spurn- 78 TMM 2004 ■ 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.