Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Side 43

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Side 43
Tími, ljös, ótti Stundum sjást flugvélar á sveimi yfir Síðunni og þá segir stóra- systir: „Passaðu þig, þetta eru steypiflugvélar,“ og tekur kannski til fótanna og hleypur frá honum og hann er aleinn og varnarlaus effir. Seinn að hlaupa. Á skólanum hefur hún einnig lært að til er fólk sem étur annað fólk. Það heitir mannætur. Mannætur eru næstum verri en ísbirnir og geta stungið upp kollinum hvar og hvenær sem er ef maður er einn. Hann sér þær stundum fyrir sér þegar hann er kominn í rúmið á kvöldin, afskræmd andlitin engjast og teygjast og eru kannski að naga hönd eða fót. I fyrra- sumar var hann sendur út í reykkofann að sækja bjúga sem hékk á nagla yfir hlóðunum. Það var sól og bjart úti en kofinn ljóslaus og honum var dimmt fyrir augum. Og sem hann er að krækja bjúg- anu af naglanum kemur stórasystir í dyrnar og æpir: „Mannæta!“ Hún huggaði hann nú reyndar á effir og sá áreiðanlega svolítið eftir þessu og lofaði að segja engum frá hvað hann hefði orðið hræddur ef hann lofaði á móti að segja engum frá hvað hún hafði gert hann hræddan. En að fara síðan einn inn í ljóslausa kofa, og þeir voru margir, var enginn leikur. Veröldin er full af hættum sem eru miklu verri en þetta stríð sem alltaf er verið að stagast á. Og ljósleysið, myrkrið, það er verra en allt annað. Á Bóli eru fjórir olíulampar og þeir eru ekki barnameðfæri. Olíupelinn er grænn og ofan á honum situr kveikurinn og utan um kveikinn og ljósið lykur svo lampaglasið. Það má ekki brjóta því enginn nálægur kann að búa til lampaglös, jafnvel Benedikt á Hjalla, sem getur þó lagað næstum allt sem fordjarfast, getur ekki gert við brotið lampaglas. Þessir olíulampar eru ekki alveg hættulausir, um þá ganga margar og stundum hryllilegar sögur, þeir eiga það til að ósa og það er nú ekkert grín. Þá verður andrúmsloftið eitrað og fólkið sofnar þar sem það situr eða stendur og kannski deyr. Eitt dimmt vetrarkvöld átti Doddi á Felli erindi út að Hringsstöðum og eftir að hafa barið lengi að dyrum án þess að nokkur opnaði þá fór hann að gruna að ekki væri allt með felldu því það var ljós í húsinu. Bæjardyrnar voru lok- aðar að innanverðu en hann gat skriðið inn um kamargluggann og þá gat nú heldur betur á að líta, útvarpið á fullu og fólkið sofandi og hálfdautt í kringum ósandi olíulampa. Doddi dró niður í lamp- anum og opnaði alla glugga og tókst um síðir að vekja fólkið. TMM 2004 ■ 2 41
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.