Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Blaðsíða 97
Mea culpa, mea maxima culpa ...
Ágústínus og Rousseau, ræðan til varnaðar og eftirbreytni, söguhetja sem
er allt og ekkert, úrhrak og snillingur.
Þó að hér sé undirstrikað að textinn segi sannleikann og ekkert annað
gerir Þórunn Hreftia það líka alveg ljóst í formála að hún er ekki aðeins
skrásetjari heldur höfundur bókarinnar. Hún segir: „Þar sem minni
söguhetjunnar brást, eða mig skorti tilfinnanlega annað sjónarhorn og
aukna dýpt í persónu hennar, naut ég aðstoðar fólks sem tengist henni og
kann ég því bestu þakkir fyrir.“16
Öfugt við Reyni stígur Þórunn Hrefna fram öðru hverju í frásögninni
og brýst beinlínis inn í hana í kaflanum „Apríl 2003: Skrásetjarinn tekur
völdin“. Þar og í næstu köflum þar sem sagt er frá heimsókn þeirra Ruth-
ar til föðurömmunnar í Bretlandi er lýst samstöðu og vináttu Þórunnar
Hrefnu og Ruthar í ferðinni. Um leið er undirstrikað að þær eru ekki ein
og sama manneskjan, það er Þórunn Hrefna sem „sýnir“ Ruth frá
mörgum sjónarhornum og býr til „dýpt í persónu hennar.“ f ævisögu
Ruthar eru þannig dregnar upp meiri og afdráttarlausari andstæður og
þversagnir en í ævisögu Lindu. Marilyn Monroe er víðs fjarri en saga
Janis Joplin kemur stundum upp í hugann við lesturinn á sögu Ruthar.
Það er miklu meiri reiði í bók Ruthar en Lindu, hún ásakar foreldra
sína, kvalara í barnaskólanum, sambýlismenn og félagsráðgjafa en mest
ásakar hún þó sjálfa sig. Endurtekið þema í sögu hennar er að hún hefði
átt að fá eitthvað sem hún ekki fékk eða fékk ekki nóg af; ást ömmu og
afa, föður, móður, athygli, hjálp, stuðning, skilning, hlýju. Reiðinni og
sorginni er beint inn á við og hún finnur sér ekki (fýrst og fremst) form
í árásargirni eða ofbeldi gagnvart öðru fólki heldur hryllilegum átrösk-
unum sem líka hrjá Lindu Pétursdóttur og Lindu Vilhjálmsdóttur.
Það hefur aldrei þótt kvenlegt að vera reið eins og allir vita. Reiðin er
hins vegar ekki aðeins illa séð hjá konum, hún er ein af höfuðsyndunum
sjö. Hún er trúarlegur og siðferðilegur misgjörningur. Átraskanir eru
feykilega flóknar geðtruflanir og fela meðal annars í sér reiði og uppreisn
gegn samfélagi sem aðeins vill sjá konur sem skrautgripi eða skemmti-
tæki.17 Getur ævisagan verið úrvinnsla á slíkri reiði og getur sá sem segir
frá ævi sinni komist að og sagt sannleikann um sig í textanum?
Það er ekki útilokað en eins líklegt er að þráin eftir hinni ríku merkingu verði til
þess eins að undirstrika heldur ótótlegan veruleika fullan af öryggisleysi og skorti
svo að hin fyrirhugaða sjálfskönnun breytist í óttaslegna sjálfshirtingu. Þegar horft
er inn á við, þegar ástæður eru greindar og metnar getur það magnað upp sektar-
kennd fremur en að eyða henni, áráttan eftir að afhjúpa sjálfan sig eins mikið og
hægt er í leitinni að þeim fullkomna heiðarleika sem sóst er eftir, getur leitt til
stöðugt meiri tittlingaskíts og ólinnandi efa um ástæðurnar fyrir eigin gjörðum“18
TMM 2004 • 2
95