Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Page 52
Berglind Gunnarsdóttir
Tunglskinsmj ólk
eða fantasía um hlutabréfin hans Dags
Mitt í ofríki tæknihyggju og hagræðingar, á tímum styrjaldar í írak og enda-
lausra peningaspekúlasjóna kom sýning Nýlistasafnsins um Dag Sigurðar-
son, Hlutabréf í sólarlaginu, eins og hressandi og endurlífgandi vindgustur
á vordögum 2003. Og meira til, hún rótaði við ýmsu og benti á annað.
Hlutabréf í sólarlaginu. Þvílíkt nafn! Fjármagn verðbréfasalanna kem-
ur og fer og gufar upp og lendir sjaldnast í réttum stað, en sólarlagið hans
Dags felur í sér eilífan ágóða; allir geta eignast hlutdeild í því ef þeir bara
kunna að njóta. Þetta nafn stendur ekki lengur eins og storkun við efnis-
hyggju borgarans einvörðungu, heldur fremur eins og stöðug ábending
um annan heim fegurðar og náttúru og mennsku sem hefur fjarlægst um
of. Og bókin um Dag sem fylgdi sýningunni er merk heimild um lista-
manninn og líf hans. Hún er á sinn hátt sterk áminning til þeirra sem
dæma um skáld og verk þeirra á hverjum tíma.
1
í ljóðum Dags er við lýði hinn „fantastíski" tími, innri tími ljóðsins sem
sveiflar manni í aðra vídd. Þar sér Dagur lífið á bak við lífið, annarskonar
líf - réttara líf - handan við hinn sýnilega veruleika. Veruleika sem hann
hafnar í heilu lagi sem fjandsamlegum, grunnfærnum, ósönnum. En
hann gengst heldur ekki við neinum skilmálum. Það er í sjálfu sér harð-
snúið sjónarmið sem felur 1 sér mikla sjálfsvörn en líka dulda réttlætingu
sem er að verða lýðum ljós þegar litið er til verka hans.
Hlutabréf í sólarlaginu var fyrsta bók Dags. Bók hans Rógmálmur og
grásilfur ber einnig mikið nafn. Það felur í sér ramma forneskju og teygir
sig raunar allt aftur til eddukvæðanna. En skírskotar um leið svo of-
urskýrt til nútímans: það talar um gullið sem veldur ófriði, silfrið sem
elur á gróðafíkn og stríðsórum. Rógmálmur og grásilfur var fyrsta ljóða-
bókin sem ég las eftir Dag. Kannski þess vegna er hún mér hugstæðust af
50
TMM 2004 • 2