Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Page 52

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Page 52
Berglind Gunnarsdóttir Tunglskinsmj ólk eða fantasía um hlutabréfin hans Dags Mitt í ofríki tæknihyggju og hagræðingar, á tímum styrjaldar í írak og enda- lausra peningaspekúlasjóna kom sýning Nýlistasafnsins um Dag Sigurðar- son, Hlutabréf í sólarlaginu, eins og hressandi og endurlífgandi vindgustur á vordögum 2003. Og meira til, hún rótaði við ýmsu og benti á annað. Hlutabréf í sólarlaginu. Þvílíkt nafn! Fjármagn verðbréfasalanna kem- ur og fer og gufar upp og lendir sjaldnast í réttum stað, en sólarlagið hans Dags felur í sér eilífan ágóða; allir geta eignast hlutdeild í því ef þeir bara kunna að njóta. Þetta nafn stendur ekki lengur eins og storkun við efnis- hyggju borgarans einvörðungu, heldur fremur eins og stöðug ábending um annan heim fegurðar og náttúru og mennsku sem hefur fjarlægst um of. Og bókin um Dag sem fylgdi sýningunni er merk heimild um lista- manninn og líf hans. Hún er á sinn hátt sterk áminning til þeirra sem dæma um skáld og verk þeirra á hverjum tíma. 1 í ljóðum Dags er við lýði hinn „fantastíski" tími, innri tími ljóðsins sem sveiflar manni í aðra vídd. Þar sér Dagur lífið á bak við lífið, annarskonar líf - réttara líf - handan við hinn sýnilega veruleika. Veruleika sem hann hafnar í heilu lagi sem fjandsamlegum, grunnfærnum, ósönnum. En hann gengst heldur ekki við neinum skilmálum. Það er í sjálfu sér harð- snúið sjónarmið sem felur 1 sér mikla sjálfsvörn en líka dulda réttlætingu sem er að verða lýðum ljós þegar litið er til verka hans. Hlutabréf í sólarlaginu var fyrsta bók Dags. Bók hans Rógmálmur og grásilfur ber einnig mikið nafn. Það felur í sér ramma forneskju og teygir sig raunar allt aftur til eddukvæðanna. En skírskotar um leið svo of- urskýrt til nútímans: það talar um gullið sem veldur ófriði, silfrið sem elur á gróðafíkn og stríðsórum. Rógmálmur og grásilfur var fyrsta ljóða- bókin sem ég las eftir Dag. Kannski þess vegna er hún mér hugstæðust af 50 TMM 2004 • 2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.