Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Qupperneq 41

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Qupperneq 41
Tími, ljós, ótti og tíminn mjakast af stað. En svo lægir rokið og það fer affur að snjóa og ekkert gerist nema það. Á hverjum fimmtudegi fer tíminn aftur af stað, þá kemur mjólkur- bíllinn frarn Síðuna með tóma mjólkurbrúsa og blaðastranga handa fullorðna fólkinu. Síðan ekur hann burt með nokkra fulla mjólkurbrúsa, á sumum bæjum er aðeins einn brúsi en á Bakka eru það margir brúsar. Og tíminn hægir á sér. Stundum snjóar svo mikið eða þá það er svo mikil hálka að mjólkurbílinn kemst ekki leiðar sinnar. Þá er aftur dálítið gaman. Karlarnir spenna skafla- járnaða hesta fyrir vagn og fara til móts við mjólkurbílinn, stundum er ekki einu sinni vagnfært svo karlarnir leggja reiðing á hrossin og lyfta brúsunum til klakks. Stundum koma þeir ekki aftur heim fyrr en í svarta myrkri en hafa hitt aðra karla að máli og hafa frá einhverju að segja. En þetta eru undantekningar, flestir dagar eru nákvæmlega eins langir og snauðir af allri tilbreytingu. Og þó eru þeir hættulegir og fullir af óhugnaði. Á þöllum eru tröll, voðalegir vágestir. Þau koma stundum til byggða. f ljósleysis- ranghölum, og þeir eru margir, eru draugar, vofur og annað myrkrastóð. Og í þessa myrkheima er alltaf verið að senda krakka. Sækja eitthvað út í kofa, út í fjós, láta inn hestana í rökkrinu, sæktu hitt og sæktu þetta. Meðan dagsbirtunnar nýtur við eru þessir staðir tiltölulega hættulausir og þá er maður undarlega sólginn í að heyra um þá hættu sem þar kann að leynast. Svo kemur myrkrið. Ólafur Jóhannesson á Bóli er átta ára. Hann er fluglæs en það eru enn tvö ár þangað til hann fer á skóla, Jóhanna systir hans fer á skóla nokkrar vikur í vetur, hún er nefhilega orðin ellefu ára. Hann verður að bíða og það er erfitt þegar tíminn stendur kyrr. Kári litlibróðir hans er bara fjögurra ára og óþolandi. Aumingi sem ekkert getur. Ólafur getur margt, snúist. Og hann hefur auk þess fastan starfa. Hann gefur hænsnunum á hverjum degi. Hænurnar búa í hænsna- kofanum og hann stendur á sama hólnum og fjárhúsin. Það er svo sem ekki langt að fara og svo sem ekki mikið starf. Sóla mamma hans hrærir matarafgöngum saman við rúgmjöl og setur í dollu sem heitir auðvitað hænsnadollan, síðan tekur hann dolluna og keifar með hana upp fjárhúshólinn, stundum er lausamjöll sem nær honum í mitti eða meira og þá er puð að komast upp hólinn, stundum er rok og hálka og þá er ennþá meira puð að komast upp TMM 2004 • 2 39
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.