Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Blaðsíða 121

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Blaðsíða 121
Leiklist Að sviðsetja leikrit á AA-fundi, eða einhverju sem líkir jafn nákvæmlega eftir því formi og hér er gert, er þakklátt leikhúsbragð, svo að jaðrar við að geti kallast billegt - það er ekki gott að segja hversu stór hluti áhorfenda hefur beinlínis sótt slíka fundi en af viðbrögðum að dæma voru flestir þeirra fljótir að skilja tilvísanir og það var mikið hlegið að dæmigerðum 12 spora ffösum sem persónurnar hentu á lofti. Sem betur fer ristir kímni Jóns Atla og efnistök hans stundum dýpra og texti hans getur líka verið lúmskt fyndinn, ekki á yfirborðinu einu. Jón Atli er prýðilegur stílisti og býr til sannfærandi týpur, nema hvað varðar þann eina virtist fyrirfram eleki eiga að fá að verða týpa. Volvo, sem Pétur Ein- arsson leikur eins vel og takmörk textans leyfa, er eiginlega óskiljanlegur karakter og stingur það mikið í stúf við félaga sína í þróun persónunnar og dýpt hennar að það verður lýti á verkinu. Hinir þrír karlarnir fá allir að lifna á svið- inu og segja okkur ýmist beint eða óbeint hversu snúið það getur verið að fóta sig á ný eftir að hafa beðið skipbrot í lífinu. Persónur þeirra eru dregnar mis- skýrum dráttum, besserwisserinn Hi-Lux fær flesta brandarana og Þór Tulinius tekst stórvel að koma til skila manni sem er læstur inni í ranghugmyndaheimi þar sem hann verður ævinlega að eiga síðasta orðið. Ég held að ég hafi varla verið sú eina í salnum sem er í jólaboðum með einmitt svona týpu einu sinni á ári. Reyndar er það áberandi hvað Jóni Atla virðist láta vel að búa til persónur sem eru kunnuglegar en þó ekki Jdisjukenndar - sem mér finnst nokkurt þrelevirJd. Mini er fallega og næmlega leildnn af Gunnari Hanssyni sem mér finnst vaxa með hverju hlutverki sínu. Hann gerði unga manninum með ljótan farangur í skottinu sannfærandi skil, eldd síst með tilliti til þess að þar sem texti Jóns Atla er knappur þarf að draga fram kjarna hvers einasta orðs, eigi persónan að vakna til lífsins. Síðast talinn er Hvítur jagúar, leikinn af Ellert A. Ingimundarsyni, sem féJck kannski dálítið flatan texta í hendurnar en tókst samt að vekja með manni samúð í ráð- og dáðleysi sínu. Þetta verk fjallar kannski fyrst og síðast um karlmennskuna, í jákvæðustu merkingu þess orðs - þegar það merkir hugrekkið sem þarf til að leysa af hendi með mannsæmandi hætti þau verkefni sem bæði lífið og kynhlutverkið felur í sér fyrir nútímakarlmanninn. Það spyr hvorki sérlega afmarkaðra spurninga, né heldur veitir það afgerandi svör. En það nær að vekja mann til umhugsunar um hitt og þetta, og þá er víst óhætt að segja að eldd sé til einskis unnið. Sviðsetning Stefáns Jónssonar er einföld, í stíl við verkið, en það hefði mátt út- færa Dressman-innkomuna í upphafi verksins betur. Það á við um Dressman- effektinn eins og um 12 spora brandarana að eitt sér verður þetta dálítið banalt, það þarf að útfæra spaugið almennilega til að það skilji eitthvað eftir sig. Sem kona, sem af slíkri að vera ber óvenjulega lítið skynbragð á bíla, einkenni þeirra og eðlisfar, verð ég að segja að það stílbragð að nefna leikpersónur eftir bílategundum hittir langt fram hjá markskífunni hjá mér. Kannski er það vegna þess að ég skil ekld svo karllægar tilvísanir - kannski af því að þær eru ekki nægi- lega vel hugsaðar? Af sömu ástæðu fór bílhræið á sviðinu líka dálítið fram hjá mér, enda krafðist form verksins eiginlega einskis annars en þeirra fjögurra stóla TMM 2004 • 2 119
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.