Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Page 54

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Page 54
Berglind Gunnarsdóttir Rósir elska ég endaþótt þær stíngi. Kaktusa hata ég afþvíað þeir stínga. Þá vil ég heldur íllgresi. Illgresi eru líka blóm. Og hann endar ljóðið á næstum yfirgengilega lýrískum og blíðlegum nótum fyrir þetta yfirleitt hrjúfa og hæðna skáld: Er ekki hjartarfasinan falleg á haustin? Er ekki seiglan í baldursbránni aðdáunarverð? Fiðrildið skýst útúr púpunni. Ljósið flöktir á vængjum þess. Það húsvitjar hjá blómunum. Það snertir hár unnustu þinnar andartak. Ég vil virkja fiðrildin í baráttu fyrir réttlæti. Einnig nokkrar fallega röndóttar broddflugur. * * * Sem unglingur var Dagur í sveit, meðal annars hjá Rögnu í Hoffelli í Nesjum, austur í Hornafirði. Hún var ein af þessum „djúpvitru kell- ingum“ í lífi Dags sem hella uppá af alúð kveðandi stöku eftir Breiðfjörð Eins og ótalmörg skáld önnur fann hann samsvörun við krafta sína í náttúrunni. Lífið í sveitinni var rökrétt og falslaust. Einkum á þessum tíma og þessum stað þar sem fólk lifði meira í samræmi við klukkuverk sjálfs sín, kannski svolítið eins og í Brekkukotsannál Halldórs Laxness. Það var enn nokkuð ósnortið af borginni og ágangi hennar, í hæsta lagi yppti öxlum, erjaði sína jörð, hugsaði um búsmalann, lifði með veðri og vindum og lét sér fátt um fínnast. Árnar miklu enn óbrúaðar og menn þurftu að fara langa leið norður fyrir til að komast suður. Á þessum tíma var suðausturhornið lengst í burtu frá Reykjavík af öllum stöðum á land- inu. Það skýrir ef til vill hið stóíska lífsviðhorf sem var viðloðandi búand- menn þar eystra. Ljóðið um kúna Rós gefur til kynna líf sem gengur upp. Þar er einskis vant; það lýsir fullnægju: 52 TMM 2004 • 2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.