Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Page 108
Menningarvettvangurinn
reyndari að mörgu
°g
nær
því að skilja
þíg-
Benedikt Lafleur heldur úti ljóðakvöldum annan hvern þriðjudag á Jóni forseta
í Aðalstræti með miklum myndarskap og er aðsóknin með ólíkindum góð.
Hann gefur líka út bækur og meðal vorbóka hans er Hvítasta skyrtan mín., önnur
ljóðabók Gunnars Randverssonar. Gunnar yrkir um manneskjuna í nútím-
anum, umhverfi hennar og hlutskipti, líka um bernskuna, ástina - og ljóðið:
að lesa ljóð eftir að hafa
lesið margar skáldsögur
það er eins og að
koma á heimaslóð
eftir langa flarveru
I síðasta heffi þessa tímarits var því lofað að bráðum kæmi út á germönskum
málum nýjasta skáldsaga Japanans Harukis Murakami, Kafka á ströndinni. Það
loforð var gefið upp í ermi því hún er ekki væntanleg fyrr en á næsta ári, 2005.
Þá er hún á útgáfuáætlun hjá Random House í Englandi og Bandaríkjunum en
ekki er enn búið að fastsetja útgáfudag eða -mánuð. Bókin er stór og þýðingar-
vinnan því bæði mikil og snúin.
Loks verður að geta þess að Hallgrímur Helgason hefur tekið saman í bók úr-
val bestu mynda af sínu aukasjálfi, Grim: Best of Grim. Formála ritar Auður
Ólafsdóttir listfræðingur og eftirmála ritar höfundurinn sjálfur um samband rit-
höfundarins og málarans við Grim. Mál og menning gefur út.
Ástæða er til að minna hér á að gegn framvísun kvittunar fyrir árgjaldi TMM
fá áskrifendur 15% afslátt af öllum bókum í Bókabúðum Máls og menningar og
hjá Pennanum Eymundsson.
Tónlistarhátíðir sumarsins - Snorri sunginn
Sumarið verður að venju tími tónlistarhátíða. Skálholtshátíðin hefst 26. júní og
er það í þrítugasta sinn sem Sumartónleikarnir eru haldnir á hinu forna biskups-
setri.
Fyrsta helgin hefst á hátíðadagskrá kl. 14 laugardaginn 26. júní þar sem söng-
hópurinn Gríma og hljóðfæraleikarar frumflytja tvö söngverk eftir Jón Nordal,
staðartónskáld helgarinnar. í messu Jd. 17 daginn eftir verða líka fluttir þættir úr
tónverkum Jóns. Önnur tónskáld sem eiga verk þessa fyrstu helgi eru Bára
Grímsdóttir, Elín Gunnlaugsdóttir, Hildigunnur Rúnarsdóttir og Josquin des
Prez. Stjórnandi helgarinnar er Árni Heimir Ingólfsson.
106
TMM 2004 • 2