Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Page 110
Menningarvettvangurinn
sönglög eftir Donizetti og Pergolesi og verk eftir Mozart, Schumann, Brahms,
Britten, Martinu, Olivier Kentish og Saint-Saéns.
Ekki má gleyma hinum hefðbundnu Sumarkvöldum við orgelið í Hallgríms-
kirkju. Eins og undanfarin sumur koma organistar víða að úr veröldinni til að
leika á hið mikilfenglega Klais-orgel kirkjunnar. Tónleikarnir eru í hádeginu á
laugardögum og á sunnudagskvöldum, en auk þess leika íslenskir organistar í
hádeginu á fimmtudögum. Þessar tónleikaraðir standa frá 17. júní til 15. ágúst.
Einnig koma nokkrir erlendir kórar í heimsókn til Hallgrímskirkju í sumar.
Myndlistin
Meðal viðburða í myndlistarsölum borgarinnar í sumar má nefna sýninguna /
nærmynd í Listasafni íslands á bandarískri samtímalist sem verður opnuð 15.
maí og stendur til júníloka. Verkin eru einkum frá undanförnum tveimur ára-
tugum. Meðal listamanna sem eiga verk þar eru Jeff Koons, Cindy Sherman,
Andy Warhol og Charles Ray.
Sumarsýning Listasafnsins hefur yfirskriftina Umhverfi og náttúra í íslenskri
myndlist á 20. öld. Þar eiga aðild margir helstu listamenn aldarinnar sem leið,
m.a. Þórarinn B. Þorláksson, Ásgrímur Jónsson, Jóhannes Kjarval, Jón Stefáns-
son, Júlíana Sveinsdóttir, Svavar Guðnason, Nína Tryggvadóttir, Kristján Dav-
íðsson, Sigurður Guðmundsson, Hringur Jóhannesson, Steina Vasulka, Halldór
Ásgeirsson, Helgi Þorgils, Kristinn G. Harðarson, Georg Guðni, Sigurður Árni,
Brynhildur Þorgeirsdóttir, Spessi, Eggert Pétursson, Hrafnkell Sigurðsson, Guð-
rún Einarsdóttir, Daníel Magnússon, Ólafur Elíasson, Olga Bergmann og
Hlynur Hallsson. Sýningin verður opnuð 10. júlí og stendur til ágústloka.
Aðalsýning Listasafns Reykjavíkur Hafnarhúss í sumar - fyrir utan
fastasýninguna á verkum Errós - er á verkum Þorvalds Þorsteinssonar undir yf-
irskriftinni Ég gerði þetta ekki. Þorvaldur hefur dvalið í Bandaríkjunum undan-
farin misseri og verður fróðlegt að sjá ný verk eftir þennan frjóa myndlistar-
mann, rithöfund og hugsuð. Sýningin stendur frá 11. júní til 15. ágúst.
20. maí verða opnaðar tvær sýningar á Kjarvalsstöðum sem standa til 22.
ágúst. Annars vegar eru ný verk eftir ítalska málarann Francesco Clemente og
hins vegar einkasýning Roni Horn. Báðar eru í samvinnu við Listahátíð í Reykja-
vík. Sýning Clemente kemur hingað í kjölfar stórrar yfirlitssýningar á verkum
hans í Guggenheimsafninu í New York og Bilbao á Spáni og á henni verða yfir
sextíu málverk, pastelmyndir og vatnslitaverk. Roni sýnir ljósmyndir úr bún-
ingsklefum Sundhallar Reykjavíkur undir yfirskriftinni Her, Her, Her and Her
(Hún, hún, hún og hún líka).
Vördagskrá Kvikmyndasafns íslands í Bæjarbíó í Hafnarfirði verður ekki alveg
lokið þegar þetta hefti kemur út. Síðustu myndirnar eru Dodeskaden eftir Kuros-
awa (11. og 15. maí), Oledoledoffeftir JanTroell (18. og 22. maí) og Ugetsu mon-
ogatari eftir Kenji Mizoguchi (25. og 29. maí). Enn skal áhugafólk um kvik-
myndir hvatt til að gefa þessu myndarlega framtaki Kvikmyndasafnsins gaum.
108
TMM 2004 • 2