Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Qupperneq 30
Hólmfríður Garðarsdóttir
hlítar og þar sem uppruni menningarlegra fyrirbæra er löngu gleymdur
eða glataður. í þessu umhverfi eru uppsprettur skáldskaparins ótæmandi
og efniviðirnir óþrjótandi. Carpentier leggur áherslu á að þótt evrópskir
fræðimenn hafi „uppgötvað“ eitthvað nýtt í þessum bókmenntum boom-
kynslóðarinnar, þá segi þær uppgötvanir lítið um raunveruleikann eða
menningarsamfélögin sem bókmenntirnar eru sprottnar úr, því hann sé
í raun enn magnaðri og margslungnari en svo að koma megi honum á
pappír.
Það sem alltof margir gleyma, af því þeir einblína um of á mátt töfranna, er að
hið magnaða á í raun og veru upptök sín í óvæntri umbreytingu raunveruleikans
(því yfirnáttúrulega). Það kemur fram þegar margbreytileiki þess sem við teljum
raunverulegt er settur í forgrunn og þegar ljósi er brugðið á hið hversdagslega og
einstaka til að ná fram raunverulegri fjölbreytni. Það kemur enn betur fram þegar
viðteknum landamærum hugmyndanna er ógnað og umfangi, víddum og
flokkum þess raunverulega er ögrað. Þessar nýju hugmyndir eru settar fram af
ákefð og öryggi til að upphefja andann sem býr að baki; til að skapa
„jaðar(veru)leika“ (75).5
í framhaldi af þessum útskýringum er áhugavert að skoða hvort „hið
svokallaða töfraraunsæi“ sem Gauti gerir að umtalsefni er að finna í þrí-
leik Vigdísar Grímsdóttur og spyrja hvers vegna þessar sögur sem út
komu við upphaf tuttugustu og fyrstu aldarinnar hér á norðurhjara eru
tengdar við þessar næstum hálfrar aldar gömlu skilgreiningar.
Til að svara þessum spurningum er nauðsynlegt að skoða efnistök
verkanna, kanna söguþráð þeirra og staðsetningu sögupersónanna, um
leið og skyggnst er inn í þann raunveruleika sem fjallað er um. í síðustu
bók þríleiksins, Þegar stjarna hrapar (2003), dregur höfundurinn saman
innihald fyrri bóka og greinir um leið hismið frá kjarnanum. Reykjavík-
urmærin Rósa er komin út á sólbakaðar sandbreiður Nýju Mexíkó. Hún
kynnir sig og segist vera;
[...] dóttir Lenna frá íslandi sem kom til Madrid á sunnudegi fyrir þrjátíu árum,
fann það sem hann vildi og fór aldrei aftur burt. Rósítu var sama núna en henni
hafði ekki verið sama þegar hann fór og skildi hana eftir á fslandi, tíu ára stelpu,
til að finna Rósu Cordovu, konuna á myndinni, sem hann varð ástfanginn af
þegar hann var sjálfur tíu ára. En tíminn leið og einn daginn kom Rósíta í þorpið
til Lenna með son sinn og nafna hans og hafði aldrei snúið til baka. [... ] Hér hafði
hún verið í tuttugu ár og hér rættust draumar dóttur og föður. [...]. Lenni átti
dóttur konunnar á myndinni sem rak hann af stað í ferðalagið. Já, hann giftist
hórunni Floru, brennivínssjúklingi með brenndar tennur, sem var þrátt fyrir allt
engri annarri lík. (79)
28
TMM 2004 • 2