Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Side 78

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Side 78
Margrét Tryggvadóttir gera maður? Hefurðu orðið fyrir vitskerðingu!?‘<xiii segir Stella þegar henni er nóg boðið. Stella talar alltaf við sjálfa sig sem „sitt sjálf‘, augun sem „sjónstöðvar“, hugann sem „heilastöðvar“ og þekkingu sem „vit- neskju í heilavef1. Þá bætir hún gjarna ,,-leiki“, ,,-ferli“ og ,,-stuðull“ við orð sem okkur er eðlilegt að nota í einfaldari mynd og ofnotar tískuorð á borð við „að hanna“ í stað þess að tala einfaldlega um að búa eitthvað til. Framtíðaríslenska Stellu er góð aðvörun um hvert íslenskan stefnir. Sögur um sögur Mörkin milli draums, veruleika og fantasíu í verkum Sigrúnar eru oft óljós. í Allt í plati er lesendum látið eftir að dæma hvort sagan sé hugar- burður barnanna eða hvort hún gerðist í raun og veru: „Það verður nú gaman að segja frá öllu, sem hefur gerst hjá okkur í dag!“ segir Ey- vindur um leið og hann stekkur út úr hugsanablöðrunni. „IssH Það trúir okkur áreiðanlega enginn!!!“ [segir Halla] HVER TRÚIR LÍKA SVONA SÖGU???!!!"v Þar er bókin farin að fjalla um sjálfa sig og því orðin metatexti, texti sem fjallar um sjálfa sig sem texta. í lok Eins og í sögu skiljum við við þau Höllu og Eyvind á bekk þar sem þau ranka við sér eftir ævintýrin í hugsanablöðrunni og velta fyrir sér hvort þau hafi verið að dreyma. En þau halda enn á lúðrum sem ævintýraverurnar sem þau heimsóttu í Lúðrasveitinni (svokallaðir Lúðrasveitungar) höfðu ljáð þeim, og lesenda er að ákveða hvort þeir trúi sögunni. Það sama er uppi á teningnum í Kynlegir kvistir á grænni grein. Aðalpersónur þeirrar bókar standa í lokin með ljósmynd sem sannar ævintýri þeirra og velta fyrir sér hvort borgi sig að sýna fullorðnu fólki hana. Það myndi ábyggilega ekki sjá neitt annað út úr henni en venjuleg tré í venjulegum skógi. í verkum Sigrúnar er oftar en einu sinni fjallað um sögurnar sjálfar sem sögur. í B2- Bétveir fylgjumst við með samskiptum nokkurra jarðneskra krakka og geimveru sem heitir Bétveir. Heima hjá Bétveimur eru ekki til bækur og hann vill gjarna fræðast um þessi furðulegu fyrirbæri. Krakk- arnir fara þá með hann til konu sem skrifar stundum bækur (og er reyndar ansi lík höfundi í útliti) og biðja hana um að sýna sér hvernig hún fer að. Konunni dettur hins vegar ekkert í hug og sendir krakkana í burtu, þó ekki fyrr en hún hefur komið auga á Bétvo og fengið að vita hvaðan hann er kominn. Konuna má svo sjá á flestum opnum sögunnar, horfandi inn um glugga eða að gægjast yfir limgerði, fylgjast með dvöl geimver- 76 TMM 2004 • 2
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.