Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Qupperneq 78
Margrét Tryggvadóttir
gera maður? Hefurðu orðið fyrir vitskerðingu!?‘<xiii segir Stella þegar
henni er nóg boðið. Stella talar alltaf við sjálfa sig sem „sitt sjálf‘, augun
sem „sjónstöðvar“, hugann sem „heilastöðvar“ og þekkingu sem „vit-
neskju í heilavef1. Þá bætir hún gjarna ,,-leiki“, ,,-ferli“ og ,,-stuðull“ við
orð sem okkur er eðlilegt að nota í einfaldari mynd og ofnotar tískuorð
á borð við „að hanna“ í stað þess að tala einfaldlega um að búa eitthvað
til. Framtíðaríslenska Stellu er góð aðvörun um hvert íslenskan stefnir.
Sögur um sögur
Mörkin milli draums, veruleika og fantasíu í verkum Sigrúnar eru oft
óljós. í Allt í plati er lesendum látið eftir að dæma hvort sagan sé hugar-
burður barnanna eða hvort hún gerðist í raun og veru:
„Það verður nú gaman að segja frá öllu, sem hefur gerst hjá okkur í dag!“ segir Ey-
vindur um leið og hann stekkur út úr hugsanablöðrunni.
„IssH Það trúir okkur áreiðanlega enginn!!!“ [segir Halla]
HVER TRÚIR LÍKA SVONA SÖGU???!!!"v
Þar er bókin farin að fjalla um sjálfa sig og því orðin metatexti, texti sem
fjallar um sjálfa sig sem texta.
í lok Eins og í sögu skiljum við við þau Höllu og Eyvind á bekk þar
sem þau ranka við sér eftir ævintýrin í hugsanablöðrunni og velta fyrir
sér hvort þau hafi verið að dreyma. En þau halda enn á lúðrum sem
ævintýraverurnar sem þau heimsóttu í Lúðrasveitinni (svokallaðir
Lúðrasveitungar) höfðu ljáð þeim, og lesenda er að ákveða hvort þeir trúi
sögunni. Það sama er uppi á teningnum í Kynlegir kvistir á grænni grein.
Aðalpersónur þeirrar bókar standa í lokin með ljósmynd sem sannar
ævintýri þeirra og velta fyrir sér hvort borgi sig að sýna fullorðnu fólki
hana. Það myndi ábyggilega ekki sjá neitt annað út úr henni en venjuleg
tré í venjulegum skógi.
í verkum Sigrúnar er oftar en einu sinni fjallað um sögurnar sjálfar sem
sögur. í B2- Bétveir fylgjumst við með samskiptum nokkurra jarðneskra
krakka og geimveru sem heitir Bétveir. Heima hjá Bétveimur eru ekki til
bækur og hann vill gjarna fræðast um þessi furðulegu fyrirbæri. Krakk-
arnir fara þá með hann til konu sem skrifar stundum bækur (og er
reyndar ansi lík höfundi í útliti) og biðja hana um að sýna sér hvernig hún
fer að. Konunni dettur hins vegar ekkert í hug og sendir krakkana í burtu,
þó ekki fyrr en hún hefur komið auga á Bétvo og fengið að vita hvaðan
hann er kominn. Konuna má svo sjá á flestum opnum sögunnar, horfandi
inn um glugga eða að gægjast yfir limgerði, fylgjast með dvöl geimver-
76
TMM 2004 • 2