Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Side 10

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Side 10
Að standa af sér slaginn Einar Kárason segirfrá reyfarakenndu lífi rithöfundar „Snemma árs 1979, fyrir svo til nákvæmlega 25 árum, byrjaði ég á íyrstu skáldsögunni sem ég reyndi að skrifa og hafði ekkert annað fyrir stafni það ár. Jú, ég var eitthvað aðeins í háskólanum en ekki af neinni alvöru. Það er sem sagt silver-jubilee mitt sem atvinnurithöfundar um þessar rnundir!" segir Einar Kárason glaðhlakkalegur þegar við setjumst yfir kaffi og segulbandi einn góðan veðurdag í mars. Einar Kárason er eitt af örfáum stórum nöfnum í íslenskum samtíma- bókmenntum. Hann fæddist í Reykjavík 1955, kominn af vestfirskum ættum hagyrðinga, sagnamanna og spíritista, eins og hann rekur stutt- lega í fróðlegu viðtali í tímaritinu Teningi (1. hefti 1985). Faðir hans var leigubílstjóri og móðirin húsmóðir. Hann ólst upp í krakkaskaranum í Hlíðunum og minnist uppvaxtaráranna með gleði. Skemmtilegri yfirlits- mynd af barnalífi þeirra ára bregður hann upp í barnabókinni frábæru Didda dojojong ogDúi dúgnaskítur (1993) þó að kannski hafi verið ívið minna um æsilega atburði í anda Enid Blyton í Hlíðunum í alvörunni en í þeirri sögu. Einar var skólaskáld í Menntaskólanum við Tjörnina og las síðan ís- lensku og bókmenntir við Háskóla íslands. Á sumrin og jafnvel fram á vetur á menntaskóla- og háskólaárunum var hann á sjó. Haustið 1979 kom fyrsta bók Einars út, ljóðabókin Loftræsting (farir mínar holóttar í), gefin út af honum sjálfum vegna þess að þá hafði Mál og menning hafnað skáldsögunni sem hann hafði verið að skrifa frá því um vorið og átti að verða hans fyrsta. „Af skiljanlegum ástæðum, hún var svo viðvaningsleg,“ segir hann og andvarpar. „Vonbrigðin ráku mig þá til að gramsa í gegnum mína ljóðapappíra, velja þau tuttugu skástu og drífa þau út.“ Þó að fyrsta skáldsagan kæmi ekki út nýttust úr henni bútar í fyrstu útgefnu söguna, Þetta eru asnar Guðjón frá 1981, sem vakti athygli og aðdáun bókmenntaáhugamanna. Tveim árum seinna kom svo sú bók 8 TMM 2004 • 2
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.