Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Side 10
Að standa af sér slaginn
Einar Kárason segirfrá reyfarakenndu lífi rithöfundar
„Snemma árs 1979, fyrir svo til nákvæmlega 25 árum, byrjaði ég á íyrstu
skáldsögunni sem ég reyndi að skrifa og hafði ekkert annað fyrir stafni
það ár. Jú, ég var eitthvað aðeins í háskólanum en ekki af neinni alvöru.
Það er sem sagt silver-jubilee mitt sem atvinnurithöfundar um þessar
rnundir!" segir Einar Kárason glaðhlakkalegur þegar við setjumst yfir
kaffi og segulbandi einn góðan veðurdag í mars.
Einar Kárason er eitt af örfáum stórum nöfnum í íslenskum samtíma-
bókmenntum. Hann fæddist í Reykjavík 1955, kominn af vestfirskum
ættum hagyrðinga, sagnamanna og spíritista, eins og hann rekur stutt-
lega í fróðlegu viðtali í tímaritinu Teningi (1. hefti 1985). Faðir hans var
leigubílstjóri og móðirin húsmóðir. Hann ólst upp í krakkaskaranum í
Hlíðunum og minnist uppvaxtaráranna með gleði. Skemmtilegri yfirlits-
mynd af barnalífi þeirra ára bregður hann upp í barnabókinni frábæru
Didda dojojong ogDúi dúgnaskítur (1993) þó að kannski hafi verið ívið
minna um æsilega atburði í anda Enid Blyton í Hlíðunum í alvörunni en
í þeirri sögu.
Einar var skólaskáld í Menntaskólanum við Tjörnina og las síðan ís-
lensku og bókmenntir við Háskóla íslands. Á sumrin og jafnvel fram á
vetur á menntaskóla- og háskólaárunum var hann á sjó.
Haustið 1979 kom fyrsta bók Einars út, ljóðabókin Loftræsting (farir
mínar holóttar í), gefin út af honum sjálfum vegna þess að þá hafði Mál
og menning hafnað skáldsögunni sem hann hafði verið að skrifa frá því
um vorið og átti að verða hans fyrsta. „Af skiljanlegum ástæðum, hún var
svo viðvaningsleg,“ segir hann og andvarpar. „Vonbrigðin ráku mig þá til
að gramsa í gegnum mína ljóðapappíra, velja þau tuttugu skástu og drífa
þau út.“
Þó að fyrsta skáldsagan kæmi ekki út nýttust úr henni bútar í fyrstu
útgefnu söguna, Þetta eru asnar Guðjón frá 1981, sem vakti athygli og
aðdáun bókmenntaáhugamanna. Tveim árum seinna kom svo sú bók
8
TMM 2004 • 2