Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Page 47
Tími, ljós, ótti
ann. Honum finnst óskaplega gaman að kveikja og slökkva og unir
sér lengi við þá iðju. Svo er hann staðinn að verki og harðbannað
að fikta í ljósinu. Kvöldið eftir gerist nákvæmlega það sama því
hann skilur ekki að bann er bann. En nú bregður svo við rétt í því
að hann er staðinn að verki öðru sinni að það er barið að dyrum
nokkuð hastarlega. Jóhannes er farinn í íjósið og Sóla er rétt ófarin
á eftir honum og komin í mjaltagallann, samt fer hún til dyra og
bregður auðvitað meira en lítið þegar úti standa þrír hermenn með
alvæpni. Hún kemur einum þeirra fyrir sig, Jóhannes hefur tvisvar
sinnum boðið honum inn í kaffi. Hvað gengur eiginlega á?
Þeir segja eitthvað óskiljanlegt og eru ekkert blíðir á manninn og
hún veit ekki hvað hún á að gera, en bendir þeim svo að fylgja sér
út í fjós. Tveir fylgja henni en einn tekur sér varðstöðu við dyrnar
og miðar á þær byssunni rétt eins og hann ætli að skjóta hvern
þann sem leitar útgöngu.
Jóhanna er ekki á skóla og á að gæta bræðra sinna meðan þau
eru í fjósinu, Sóla verður máttlaus af skelfingu við tilhugsunina um
að eitthvert þeirra finni upp á því að fara út. Hermennirnir fylgja
henni til Jóhannesar og spyrja nokkuð höstugt um „light signals“
og „secret code“ og fleira sem Jóhannes skilur illa, hann segir þeim
að hann verði að fletta upp í honum Geir Zoéga. Þeir leyfa honum
það, sá sem virðist vera fyrirliði þeirra fylgir honum eftir inn í stofu
þar sem orðabók Zoéga stendur á sínum stað í bókaskápnum og
skilur ekki byssuna eftir fyrir utan að þessu sinni, hinn hermaður-
inn verður eftir hjá Sólu í fjósinu. Hún skilur ekki hvað gengur á,
er logandi hrædd við manninn og enn hræddari um Jóhannes og
börnin, hefur heyrt ljótar sögur um framferði þessara hermanna
og enda þótt þeir séu hversdagsgæfir þegar þeir eru að rölta með-
fram Bretavírnum þá er aldrei að vita. Hún reynir að láta sem ekk-
ert sé og sest undir Skjöldu gömlu og byrjar að mjólka og hefur á
tilfinningunni að hermanninum líði ekkert betur en henni sjálfri.
Það líður drykklöng stund og svo kemur Jóhannes aftur ásamt
fyrirliðanum og nú er viðmót hans allt annað. Hann segir eitthvað
við félaga sinn og þeir axla byssurnar þarna í fjóshlýjunni og fyrir-
liðinn dregur upp súkkulaðistykki og réttir Sólu en hún grúfir sig
undir Skjöldu gömlu og læst ekki sjá það. Hermaðurinn réttir Jó-
hannesi súkkulaðið og hann stingur því í úlpuvasann.
TMM 2004 • 2
45