Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Síða 13

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Síða 13
Að standa af sér slaginn þennan gamla sessunaut minn úr barnaskóla. Það urðu alveg geysilega skemmtilegir endurfundir og á flestan hátt ánægjuleg kynni. Við fórum svo saman að heimsækja Pétur vin minn og þeir urðu miklir vinir líka en umgengust ekki marga íslendinga þess utan. Báðir lónerar. Þeir komu oft til mín í Kaupmannahöfn, saman eða sitt í hvoru lagi, og ég fann mér öll tilefni til að skreppa yfir til Árósa af því það var svo gaman þar. Ég var þá að skrifa Þetta eru asnar Guðjón og kláraði hana svona hálfu ári eftir þetta. Við Aggi urðum geysilega miklir vinir, við áttum eitthvað mikið sálu- félag sem ég held að hafi komið okkur báðum á óvart. Við hlustuðum á sömu músíkina og vorum uppteknir af henni á svipaðan hátt, við vorum í sömu kvikmyndunum og alls konar gömlu dótaríi, voðalega uppteknir af amerískum há- og lágkúltúr. Hann kom mér á óvart með því hvað hann las mikið af bókum. En aðallega höfðum við áhuga á svipuðum sögum og svipuðu fólki. Við fórum að segja hvor öðrum sögur og hann hafði mjög sérkennilegan og skemmtilegan frásagnarmáta sem var mér mikill innblástur. Meðal annars fór hann að segja mér sögur af sínu fólki og sínum högum. Og eins og margoff hefur komið fram kveiktu þær hjá mér ýmsar hugmyndir að skáldsögunni um Djöflaeyjuna. Ég reyni ekkert að neita því. Fjöl- skylda hans var kveikjan að fjölskyldunni sem ég skrifaði um í þeim bókum. Ég varð - eins og Ólafur Gunnarsson hefur sagt um grótesku kallana sem unnu með honum hjá Ásbirni Ólafssyni - „absorberaður" af þessu fólki. Ég sat yfir Agga og lét hann segja mér sögur, og hann hafði gaman af að fá svona fúsan hlustanda. Oft var ég með segulband með mér og tók upp samræður okkar. Það var alltaf mikill gleðskapur þegar við hittumst, við byrjuðum alltaf á því að kaupa okkur einn bjórkassa, settumst með hann og fórum að kjafta saman. Yfirleitt var þetta um helgar og eitthvað á döfinni, hvort sem við vorum í Kaupmannahöfn eða Árósum, en við lokuðumst smám saman alveg inni í einkaveröld sem var gerð úr sögunum af þessu fólki og öðru fólki, alls konar eftirhermum og vitleysu. Við kunnum utan að heilu og hálfu Gög og Gokke myndirnar og svöruðum hvor öðrum í þeim frösum, við kunnum samtöl upp úr Raging Bull sem fóru kannski allt í einu að velta upp úr okkur, eða On the Waterfront, gömlu myndinni með Marlon Brando. Eftir á að hyggja vorum við svolítið eins og tviburar sem koma sér upp eigin tungumáli og lokast inni í eigin veröld. Seinna hefur runnið upp fyrir mér að auðvitað vorum við hundleið- inlegir í augum margra annarra! Við komum kannski einhvers staðar inn TMM 2004 • 2 11
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.