Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Blaðsíða 82
Birgir Hermannsson
dramanu fær hann hlutverk „lögmanns mafíunnar“, hinn ábyrgðarfulli
og löghlýðni fulltrúi „íjölskyldunnar“ sem ber á borð hið ólöglega undir
formerkjum hálfkærings. Kunni einhverjum að þykja þetta gróf samlík-
ing, þá er rétt að minna á eðli og alvarleika þeirra ásakana sem bornar eru
fram: samsæri um að múta forsætisráðherra. Eiga einhverjar aðrar sam-
líkingar betur við? Hreinn mótmælti skilningi forsætisráðherra á fund-
inum í London og hefur ekki dregið neitt af því sem hann sagði til baka.
En hann kaus að láta Davíð eftir síðasta orðið í þessu máli og sitja þannig
í ásakanasúpunni án þess að láta sverfa til stáls.
Sprengjuna lét Davíð falla í morgunþætti ríkisútvarpsins, en hann var
einnig á ferð á sjónvarpsstöðvunum um kvöldið. Eftirfarandi samræður
áttu sér stað í Kastljósi RÚV:
Sigmar Guðmundsson [umsjónarmaður Kastljóss]: „Davíð, það fer náttúrulega
tvennum sögum af því hvað gerðist á þessum fundi og nauðsynlegt að varpa
einhverju ljósi á það. Er það þinn skilningur eftir þennan fund, bjargfastur
skilningur, að þarna hafi Hreinn haft einhvers konar milligöngu um það að
bera í þig fé?“
Davíð Oddsson: „Nei, það hef ég aldrei sagt og ég hef aldrei sagt að Hreinn hafi
verið aðili að því að bera í mig mútuféð. Það myndi ég aldrei ætla honum. Hins
vegar þá sagði hann við mig að forstjóri þess fyrirtækis sem hann er stjórnar-
formaður fyrir hefði sagt að það væri ráð að bjóða mér 300 milljónir króna til
þess að ég léti af því sem ég kalla ímyndaðri andstöðu við Baug. Og þegar að
Hreinn sagði þetta við mig þá varð mér nú svo um að ég bað hann um að segja
mér þetta aftur og hann sagði mér þetta aftur. Og þegar hann sá kannski
hvernig mér varð við, þá sagðist hann hafa sagt við forstjóra Baugs að viðkom-
andi þekkti ekki forsætisráðherrann, það væri ekkert hægt að bera á hann fé.
Þá hafði forstjóri Baugs sagt, það er enginn maður á íslandi sem stenst það að
fá 300 milljónir sem geta afhent sporlaust og inn á hvaða reikning sem er. Og
þegar svo var komið sögu að Hreinn hafði sagt mér þetta þá var ég eiginlega að
hugsa upphátt og sagði, ja hvað hafa menn gert, hvað hafa menn boðið
mönnum og gert sem eru opnir fyrir því og tilbúnir til þess að greiða forsætis-
ráðherra þjóðar 300 milljónir til þess að hann standi með fyrirtækinu en sé
ekki á móti því eins og þeir vildu vera láta að ég væri. Og þá sagði Hreinn við
mig, á því augnabliki að hann sagði, á þessu augnabliki sem þetta gerðist var
mín tilfinning, sagði hann, á því augnabliki ákvað ég að segja af mér sem
stjórnarmaður Baugs.“
Það er raunar undarlegt að Davíð reynir að hvítþvo Hrein af aðild að
samsærinu, því spyrja má af hverju hann lét ekki Davíð vita af þessu strax
og sagði ekki af sér samstundis sem stjórnarformaður. Hreinn hefur
síðan neitað því að brotthvarf hans úr stóli stjórnarformanns Baugs (og
80
TMM 2004 • 2