Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Page 82

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Page 82
Birgir Hermannsson dramanu fær hann hlutverk „lögmanns mafíunnar“, hinn ábyrgðarfulli og löghlýðni fulltrúi „íjölskyldunnar“ sem ber á borð hið ólöglega undir formerkjum hálfkærings. Kunni einhverjum að þykja þetta gróf samlík- ing, þá er rétt að minna á eðli og alvarleika þeirra ásakana sem bornar eru fram: samsæri um að múta forsætisráðherra. Eiga einhverjar aðrar sam- líkingar betur við? Hreinn mótmælti skilningi forsætisráðherra á fund- inum í London og hefur ekki dregið neitt af því sem hann sagði til baka. En hann kaus að láta Davíð eftir síðasta orðið í þessu máli og sitja þannig í ásakanasúpunni án þess að láta sverfa til stáls. Sprengjuna lét Davíð falla í morgunþætti ríkisútvarpsins, en hann var einnig á ferð á sjónvarpsstöðvunum um kvöldið. Eftirfarandi samræður áttu sér stað í Kastljósi RÚV: Sigmar Guðmundsson [umsjónarmaður Kastljóss]: „Davíð, það fer náttúrulega tvennum sögum af því hvað gerðist á þessum fundi og nauðsynlegt að varpa einhverju ljósi á það. Er það þinn skilningur eftir þennan fund, bjargfastur skilningur, að þarna hafi Hreinn haft einhvers konar milligöngu um það að bera í þig fé?“ Davíð Oddsson: „Nei, það hef ég aldrei sagt og ég hef aldrei sagt að Hreinn hafi verið aðili að því að bera í mig mútuféð. Það myndi ég aldrei ætla honum. Hins vegar þá sagði hann við mig að forstjóri þess fyrirtækis sem hann er stjórnar- formaður fyrir hefði sagt að það væri ráð að bjóða mér 300 milljónir króna til þess að ég léti af því sem ég kalla ímyndaðri andstöðu við Baug. Og þegar að Hreinn sagði þetta við mig þá varð mér nú svo um að ég bað hann um að segja mér þetta aftur og hann sagði mér þetta aftur. Og þegar hann sá kannski hvernig mér varð við, þá sagðist hann hafa sagt við forstjóra Baugs að viðkom- andi þekkti ekki forsætisráðherrann, það væri ekkert hægt að bera á hann fé. Þá hafði forstjóri Baugs sagt, það er enginn maður á íslandi sem stenst það að fá 300 milljónir sem geta afhent sporlaust og inn á hvaða reikning sem er. Og þegar svo var komið sögu að Hreinn hafði sagt mér þetta þá var ég eiginlega að hugsa upphátt og sagði, ja hvað hafa menn gert, hvað hafa menn boðið mönnum og gert sem eru opnir fyrir því og tilbúnir til þess að greiða forsætis- ráðherra þjóðar 300 milljónir til þess að hann standi með fyrirtækinu en sé ekki á móti því eins og þeir vildu vera láta að ég væri. Og þá sagði Hreinn við mig, á því augnabliki að hann sagði, á þessu augnabliki sem þetta gerðist var mín tilfinning, sagði hann, á því augnabliki ákvað ég að segja af mér sem stjórnarmaður Baugs.“ Það er raunar undarlegt að Davíð reynir að hvítþvo Hrein af aðild að samsærinu, því spyrja má af hverju hann lét ekki Davíð vita af þessu strax og sagði ekki af sér samstundis sem stjórnarformaður. Hreinn hefur síðan neitað því að brotthvarf hans úr stóli stjórnarformanns Baugs (og 80 TMM 2004 • 2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.