Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Blaðsíða 83

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Blaðsíða 83
Stóra bollan síðar endurkoma) hafi haft nokkuð með þetta mál að gera. Rétt er að vekja athygli lesenda á að Davíð leggur áherslu á að Hreinn þekki sig vel og því viti hann fyrir víst að ekkert þýði að múta sér. Nokkru síðar í viðtalinu: Kristján Kristjánsson [umsjónarmaður Kastljóss]: „En þessi fundur, hann sem sagt gengur út á Baug. Er það málið, að hann biður um þennan fund og þið ræðið þetta mál eingöngu?“ Davíð Oddsson: „Nei, nei, við ræddum fleiri mál. Það er nú eins og gengur, spjöll- uðum um heima og geima. En það er alveg rétt hjá honum og ég hef ekki dregið dul á það að þegar við erum að tala saman þarna, sem ég leit reyndar á sem einkasamtal, að þá fór ég yfir fullt af hlutum og hafði haldið því fram að Baugur væri að halda uppi matvöruverði, ég sagði honum frá því. Þetta var inni í May- fair, einu dýrasta hverfi í London. Ég sagði honum frá því að ég hefði farið þarna út í búð í þessu dýra hverfi í sérvöruverslun og keypt þar vínber og talað við kaupmanninn, steinalaus vínber í þessari dýru verslun, smá verslun í dýrasta hverfinu, og þau kostuðu 500 eða 600 krónur meðan þau kostuðu 1.100 krónur á mörkuðum heima. Og ég spurði kaupmanninn að því hvort hann væri nýbúinn að lækka eftir jólin, nei, hann sagði að það væri sama verðið. Og ég sagði, þið eruð bara að rippa off eins og maður segir á vondu máli, fólk hér heima af því að allir láta eftir sér vínber um jólin. Og reyndar tók svona hluti upp, og ég hef verið að finna að því að matvöruverð væri orðið of hátt. Hreinn hefur talið það vera ósanngjarnt og órökstutt og þess háttar og ég fór yfir það. Jafnframt er það rétt hjá honum af því að við erum að tala saman prívat að ég sagðist hafa heyrt um það sögur sem mér þættu trúverðugar og vildi heyra að- eins hljóðið. Ég hefði heyrt það og nefndi náttúrulega þessa hluti eins og vín- berjadæmið, ég hafði heyrt um það að slíkar vörur, menn flyttu þetta inn sjálfir, menn skömmtuðu sér heildsöluverðið, jafnvel létu fyrirtæki í eigin nafni eða sem þeir ættu í annarra manna nafni, selja þetta heim, tækju af því háa vexti og svo framvegis. Og reyndar vissi maður að slík mál hefðu verið til afgreiðslu hjá skattinum og þess háttar. Þannig að þetta fór ég allt saman yfir.“ Samkvæmt frásögn Hreins átti Davíð í þessu samhengi einnig að hafa minnst á aðra spillingu í sambandi við Baug, m.a. viðskiptin við Jón „Gerhard.“ Hreinn segir að ummælin um 300 milljónirnar hafi verið sett fram í hálfkæringi, enda hefðu verið í gangi kjaftasögur þess efnis að Kári Stefánsson hefði keypt sér velvild ráðherrans. Hreinn segist hafa sagt Davíð þessa sögu til þess eins að leggja áherslu á að hann ætti ekki að trúa öllum kjaftasögum sem hann heyrði. Davíð segir það af og frá að neinn hálfkæringur hafi verið í þessum áformum, full alvara hafi verið í því að múta sér. Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri Baugs neitar því raunar að hann hafi sagt neitt í þessa veru í hálfkæringi, enda ekki fýndið að múta forsætisráðherra. TMM 2004 • 2 81
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.