Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Qupperneq 83
Stóra bollan
síðar endurkoma) hafi haft nokkuð með þetta mál að gera. Rétt er að
vekja athygli lesenda á að Davíð leggur áherslu á að Hreinn þekki sig vel
og því viti hann fyrir víst að ekkert þýði að múta sér.
Nokkru síðar í viðtalinu:
Kristján Kristjánsson [umsjónarmaður Kastljóss]: „En þessi fundur, hann sem
sagt gengur út á Baug. Er það málið, að hann biður um þennan fund og þið
ræðið þetta mál eingöngu?“
Davíð Oddsson: „Nei, nei, við ræddum fleiri mál. Það er nú eins og gengur, spjöll-
uðum um heima og geima. En það er alveg rétt hjá honum og ég hef ekki dregið
dul á það að þegar við erum að tala saman þarna, sem ég leit reyndar á sem
einkasamtal, að þá fór ég yfir fullt af hlutum og hafði haldið því fram að Baugur
væri að halda uppi matvöruverði, ég sagði honum frá því. Þetta var inni í May-
fair, einu dýrasta hverfi í London. Ég sagði honum frá því að ég hefði farið
þarna út í búð í þessu dýra hverfi í sérvöruverslun og keypt þar vínber og talað
við kaupmanninn, steinalaus vínber í þessari dýru verslun, smá verslun í
dýrasta hverfinu, og þau kostuðu 500 eða 600 krónur meðan þau kostuðu 1.100
krónur á mörkuðum heima. Og ég spurði kaupmanninn að því hvort hann
væri nýbúinn að lækka eftir jólin, nei, hann sagði að það væri sama verðið. Og
ég sagði, þið eruð bara að rippa off eins og maður segir á vondu máli, fólk hér
heima af því að allir láta eftir sér vínber um jólin. Og reyndar tók svona hluti
upp, og ég hef verið að finna að því að matvöruverð væri orðið of hátt. Hreinn
hefur talið það vera ósanngjarnt og órökstutt og þess háttar og ég fór yfir það.
Jafnframt er það rétt hjá honum af því að við erum að tala saman prívat að ég
sagðist hafa heyrt um það sögur sem mér þættu trúverðugar og vildi heyra að-
eins hljóðið. Ég hefði heyrt það og nefndi náttúrulega þessa hluti eins og vín-
berjadæmið, ég hafði heyrt um það að slíkar vörur, menn flyttu þetta inn sjálfir,
menn skömmtuðu sér heildsöluverðið, jafnvel létu fyrirtæki í eigin nafni eða
sem þeir ættu í annarra manna nafni, selja þetta heim, tækju af því háa vexti og
svo framvegis. Og reyndar vissi maður að slík mál hefðu verið til afgreiðslu hjá
skattinum og þess háttar. Þannig að þetta fór ég allt saman yfir.“
Samkvæmt frásögn Hreins átti Davíð í þessu samhengi einnig að hafa
minnst á aðra spillingu í sambandi við Baug, m.a. viðskiptin við Jón
„Gerhard.“ Hreinn segir að ummælin um 300 milljónirnar hafi verið sett
fram í hálfkæringi, enda hefðu verið í gangi kjaftasögur þess efnis að Kári
Stefánsson hefði keypt sér velvild ráðherrans. Hreinn segist hafa sagt
Davíð þessa sögu til þess eins að leggja áherslu á að hann ætti ekki að trúa
öllum kjaftasögum sem hann heyrði. Davíð segir það af og frá að neinn
hálfkæringur hafi verið í þessum áformum, full alvara hafi verið í því að
múta sér. Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri Baugs neitar því raunar að
hann hafi sagt neitt í þessa veru í hálfkæringi, enda ekki fýndið að múta
forsætisráðherra.
TMM 2004 • 2
81