Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Page 103
Menningarvettvangurinn
Menningarvettvangurinn
Silja Aðalsteinsdóttir
Á líðandi stundu
Skömmu fyrir páska beið ég eftir strætisvagni á Hlemmi og notaði tímann til að
rifja upp ljóðið um tregann eftir Hannes Pétursson, „Hjá fljótinu“ úr fyrstu bók-
inni hans. Ég kunni fyrsta hlutann örugglega:
Þau stóðu þar sem þaut með björtum lit
hið þunga fljót og horfðu í vatnsins strengi
og heyrðu að sunnan sumarvinda þyt
um síki og engi.
Ég var á valdi ljóðsins, stóð við hið þunga fljót með elskendunum, algerlega
„absorberuð“, eins og Ólafur Gunnarsson og Einar Kárason, og líka í nokkurri
angist af því ég var ekki viss hvort það var kvíðinn eða beygurinn sem gekk hægt
um sviðið í næsta erindi. Þá fékk ég harkalegt olnbogaskot og hvæs í eyrað:
„Heyrðu! Áttu fimmtíukall?11
Það munaði litlu að ég fengi hjartaslag þegar mér var kippt svona snöggt út úr
tíma ljóðsins inn í rauntíma Hlemms. En ég náði mér, lét af hendi klinkið í
buddunni og „absorberaðist" á ný. Þá mundi ég hvor það var sem kom:
Og armlög þeirra minntu á fyrsta fund
þó fölur beygur hægt um sviðið gengi
er laut hann höfði og sagði í sama mund:
Veistu hvað gleðin tefur tæpa stund
en treginn lengi.
Þegar ég las grein Berglindar Gunnarsdóttur hér í heftinu um ljóðagerð Dags
Sigurðarsonar áttaði ég mig á hvað hafði gerst. Ég hafði raunverulega verið stödd
í annarri vídd, í hinum „fantastíska“ tíma ljóðsins, eins og hún segir. Von að mér
yrði illa við, en þetta var lærdómsríkt.
Það gleður mig ósegjanlega að hafa fengið ljóð eftir Hannes Pétursson til birt-
ingar í þessu hefti. í ár er einmitt hálf öld síðan „Hjá fljótinu“ birtist fyrst í Tíma-
riti Máls og menningar, en í því riti hafði hann birt fyrst ljóð aðeins tvítugur að
aldri, árið 1951.
TMM 2004 • 2
101