Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Side 115

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Side 115
Bókmenntir gera hann að ögn lífvænlegri stað - að öðrum kosti væru þau mannfólkinu næsta lít- ils virði. Og hann stóð fast við sannfæringu sína og lét sig það engu varða að hann átti fáa skoðanabræður og einangraðist þannig enn frekar. (30) Kristmann var einmana í stétt íslenskra rithöfunda og í bókinni eru ástæður þess skýrðar þegar menningarpáfinn Kristinn E. Andrésson heimsækir hann til Hveragerðis á stríðsárunum. Kristinn birtist eins og freistarinn í eyðimörkinni og býður Kristmanni vinsældir og virðingu ef hann aðeins gerist kommúnisti. Orð hans eru illa dulbúin hótun og hafa inntakið „ef þú ert ekki með okkur, þá ertu á móti“ - og hann gengur svo langt að spá fýrir um frekari ofsóknir á hendur Kristmanni og einsemdina sem hann á vísa. Að það yrðu „óðir kutar á lofti hvenær sem bækur hans bæri á góma eða nafn hans heyrðist nefnt“ og þá yrði hann því vísast fegnastur að „mega bara gleymast og daga uppi í Hveragerði einn og yfirgefinn.“ (103-104) f sögunni neitar Kristmann freistaranum og í staðinn þarf hann að þola að illspár hans rætist. - Einsemdin fylgir honum, svo og ofsóknir sem stundum eru með miklum ólíkindum. Gerð eru hróp að honum á götum úti, hann er púaður niður úr ræðustólum og setið er um heimili hans. Eftir að hann er flæmdur úr Reykjavík er hann heimsóttur um miðjar nætur alla leið til Hveragerðis, þar sem drukkinn skríll ræðst inn til hans, fremur spellvirki og eys yfir hann svívirð- ingum. Honum er jafnvel gert að yfirgefa hús vina sinna í Reykjavík þar sem hann er í heimsókn, af ótta heimilisfólks við þá sem eru á eftir honum. Frásagnir af réttarhöldunum varpa nokkru ljósi á pólitíkina í íslensku menn- ingarlífi á þeim árum, en skoðast þó alfarið með augum Kristmanns. Honum finnst fátt hafa breyst síðan á íjórða og fimmta áratugnum þegar hann „stóð löngum allfáliðaður gegn þeim breiða skara bókmenntafólks sem sýndi hvað mesta auðsveipni gagnvart Moskvuvaldinu“ (17) og upplifir sig ennþá sem „höfuðóvininn“ sem unga bókmenntafólkið fylki sér á móti, jafnt og þeir sem eldri eru. Kristmann vegur og metur aðstæður, réttlætir og útskýrir sinn málstað en for- dæmir þá sem hann telur til óvildarmanna sinna og gerist þá nokkuð óvæginn í dómum. Til persónueinkenna Thors Vilhjálmssonar er t.a.m. nefnt „skefjalaus hroki og óbilgirni“ (19), talað um það sem sagt er við réttarhöldin en ekki þjónar málstað Kristmanns sem „eintóman lygaþvætting sem enginn fótur er fýrir“ (13) og fullyrt að vinstrisinnaðir menntamenn og rithöfundar „vilji einir ráða öllu“ sem lýtur að bókmenntalegu uppeldi æskulýðs í landinu. (22). Borgir og eyðimerkur er nokkurs konar síðbúin málsvörn Kristmanns Guð- mundssonar og vekur sannanlega til umhugsunar um að flest mál eiga sér fleiri en eina hlið. Sigurjón Magnússon bregður upp mynd af Kristmanni sem of- sóttum manni á tímum þegar menningarlífið einkenndist af pólitískum dilka- drætti. Sagt er ffá vonbrigðum hans og særðu stolti, einsemd hans og ráðaleysi við erfiðar aðstæður. Höfundur nálgast viðfangsefni sitt af alúð og bókin ber það með sér að hann hefur setið lengi við fágun textans. Á köflum er málfarið svo ofurvandað að örlar TMM 2004 • 2 113
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.