Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Qupperneq 18

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Qupperneq 18
Einar Kárason við á neinn hátt. Það stendur enginn höfundur upp og fer að mótmæla einhverjum orðrómi. Smám saman slitnaði sambandið milli okkar, aðal- lega vegna þess að Aggi flutti aftur til Danmerkur um 1991 þegar allt var komið í vitleysu hjá honum hérna heima. Þá skildum við í nokkrum styttingi út af víxlamálum. Svo kom ég út til Árósa 1994 og þá end- urnýjum við okkar góða vinskap - það voru gleðilegir endurfundir þar sem við meðal annars fórum yfír allt þetta helvítis rugl. Þá sagði hann mér frá því hvernig hann mátti hvergi koma á íslandi án þess að það væri legið í honum að tala illa um mig og þessa hluti. „Ég var orðinn hálfrugl- aður á öllu saman,“ sagði hann. En þegar hann flutti aftur heim nokkrum árum seinna byrjaði allt saman aftur. Og þá gekk það fljótlega út í svo miklar öfgar að sambandið slitnaði milli okkar. Ég gat þetta ekki lengur. I hina röndina var alls konar fólk að spila með hann. Þarna sátu einhverjir fyndnir hrægammar á bar- stólum, drukku með honum fímm bjóra og létu hann segja alls konar níð um mig, og svo næst þegar þeir hittu mig þá komu þeir rosalega glaðir og hæddust að honum fyrir það sem hann hafði sagt og endurtóku það allt. Þegar við vorum orðnir hundfúlir hvor út í annan við Aggi þá hlógu púk- arnir inni í þessum mönnum! Þetta var algjör steypa. Svo varð þetta að blaðamáli sem stóð í heilt ár. Það var yfirgengilega fáránlegt og mjög erfitt meðan á því stóð. Það slitnaði upp úr vinskap okkar og hann varð reiður yfir því, og árið 1999 ágerðist mjög fylan milli okkar. Honum fannst ég hafa farið illa með sig og hann var búinn að segja svo mörgum frá því að ég hefði skrifað þetta nánast orðrétt eftir honum að þrýstingurinn á hann varð sífellt meiri að gera málið opinbert. Ég vissi lítið af því. En haustið 1999 ákvað ég að flytjast til Berlínar í heilt ár af því mér bauðst íbúð og dvalarstyrkur í Berlín. Þetta kom fram í einhverjum viðtölum og spurðist út að svo miklu leyti sem fólk hafði áhuga á því. Milli jóla og nýárs hringir stelpa af DV og tekur stutt viðtal við mig um þessa flutninga og ég viðurkenni fúslega að við séum á förum. Ég varð hálfhissa á þessari upphringingu, hún minnti mig á það þegar Halldór Laxness var tuttugu og eins árs gam- alt barn og það var alltaf sagt frá því í blöðunum þegar hann kom heim með Gullfossi eftir vetrardvöl á Ítalíu og hann sagði eitthvað á þá leið að honum dámaði ekki pólarloftslagið og hygðist halda utan á ný! Samt runnu á mig tvær grímur hvort eitthvað skrítið væri á ferðinni. I kringum 10. janúar hringir Eiríkur Jónsson blaðamaður á DV heim og úrþví ég var ekki við fer hann að yfirheyra konu mína hvenær nákvæm- lega við förum. Við vorum komin með farseðla og hún sagði honum að við færum tiltekinn dag um miðjan mánuðinn. Þegar ég kom heim sagði 16 TMM 2004 • 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.