Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Page 18
Einar Kárason
við á neinn hátt. Það stendur enginn höfundur upp og fer að mótmæla
einhverjum orðrómi. Smám saman slitnaði sambandið milli okkar, aðal-
lega vegna þess að Aggi flutti aftur til Danmerkur um 1991 þegar allt var
komið í vitleysu hjá honum hérna heima. Þá skildum við í nokkrum
styttingi út af víxlamálum. Svo kom ég út til Árósa 1994 og þá end-
urnýjum við okkar góða vinskap - það voru gleðilegir endurfundir þar
sem við meðal annars fórum yfír allt þetta helvítis rugl. Þá sagði hann
mér frá því hvernig hann mátti hvergi koma á íslandi án þess að það væri
legið í honum að tala illa um mig og þessa hluti. „Ég var orðinn hálfrugl-
aður á öllu saman,“ sagði hann.
En þegar hann flutti aftur heim nokkrum árum seinna byrjaði allt
saman aftur. Og þá gekk það fljótlega út í svo miklar öfgar að sambandið
slitnaði milli okkar. Ég gat þetta ekki lengur. I hina röndina var alls konar
fólk að spila með hann. Þarna sátu einhverjir fyndnir hrægammar á bar-
stólum, drukku með honum fímm bjóra og létu hann segja alls konar níð
um mig, og svo næst þegar þeir hittu mig þá komu þeir rosalega glaðir og
hæddust að honum fyrir það sem hann hafði sagt og endurtóku það allt.
Þegar við vorum orðnir hundfúlir hvor út í annan við Aggi þá hlógu púk-
arnir inni í þessum mönnum! Þetta var algjör steypa.
Svo varð þetta að blaðamáli sem stóð í heilt ár. Það var yfirgengilega
fáránlegt og mjög erfitt meðan á því stóð.
Það slitnaði upp úr vinskap okkar og hann varð reiður yfir því, og árið
1999 ágerðist mjög fylan milli okkar. Honum fannst ég hafa farið illa með
sig og hann var búinn að segja svo mörgum frá því að ég hefði skrifað
þetta nánast orðrétt eftir honum að þrýstingurinn á hann varð sífellt
meiri að gera málið opinbert. Ég vissi lítið af því. En haustið 1999 ákvað
ég að flytjast til Berlínar í heilt ár af því mér bauðst íbúð og dvalarstyrkur
í Berlín. Þetta kom fram í einhverjum viðtölum og spurðist út að svo
miklu leyti sem fólk hafði áhuga á því. Milli jóla og nýárs hringir stelpa
af DV og tekur stutt viðtal við mig um þessa flutninga og ég viðurkenni
fúslega að við séum á förum. Ég varð hálfhissa á þessari upphringingu,
hún minnti mig á það þegar Halldór Laxness var tuttugu og eins árs gam-
alt barn og það var alltaf sagt frá því í blöðunum þegar hann kom heim
með Gullfossi eftir vetrardvöl á Ítalíu og hann sagði eitthvað á þá leið að
honum dámaði ekki pólarloftslagið og hygðist halda utan á ný! Samt
runnu á mig tvær grímur hvort eitthvað skrítið væri á ferðinni. I
kringum 10. janúar hringir Eiríkur Jónsson blaðamaður á DV heim og
úrþví ég var ekki við fer hann að yfirheyra konu mína hvenær nákvæm-
lega við förum. Við vorum komin með farseðla og hún sagði honum að
við færum tiltekinn dag um miðjan mánuðinn. Þegar ég kom heim sagði
16
TMM 2004 • 2