Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Page 98

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Page 98
Dagný Kristjánsdóttir í rökréttu framhaldi af þessu miðflóttaafli tungumálsins ýmist eyðir eða skapar textinn spennu eða reiði eftir því sem honum vindur fram og þetta verður næstum áþreifanlegt í texta Þórunnar Hrefnu - eða er þetta texti Ruthar? Sem bókmenntatexti er þetta áhugaverðara verk en bók Reynis en báðar eru þær siðbótarsögur. Það er ef til vill fánýtt að spyrja sig að því hvers vegna Linda Péturs- dóttir og Ruth hafi ekki skrifað sínar eigin ævisögur og tekið þar með á sig baráttuna við tungumálið. Það gerir franski rithöfundurinn Marie Cardinal í ævisögu sinni Lausnarorð. Hún gengur þar á hólm við hina kvenlegu hugverund og sýnir hve djúpum félags- og menningarlegum rótum ákveðin kyngervi standa þar, hve háðar konur eru öðru fólki og hve hræddar þær eru við að styggja það með þeim afleiðingum að þær verði ekki elskaðar. Lygasaga í sjálfsævisögunni heldur höfundurinn réttarhöld yfir sjálfum sér - enda er hugtakið „játningar“ komið úr laga- og réttarsamhengi. I réttarhöld- um er ævinlega einn ákærandi og einn verjandi og málið snýst alltaf um sekt. Áður var sagt að játningar Rousseaus væru varnarskjal. Ævisagan ber fram málsvörn þess ákærða sem skýtur máli sínu til dómarans sem er lesandinn. Til eru ævisögur sögufrægra kvenna eins og Kristínar Svía- drottningar sem skrifaði ævisögu sína til að verja sig gegn óhróðri sem á hana var borinn fýrir að skera sig svo úr hópi kvenna að hún gat stigið fram og varið sig með ævisögu. Með ævisögunum voru konurnar á þver- sagnakenndan hátt bæði að rísa gegn hefðinni og taka sér stöðu innan hennar.19 Það er ýmislegt í þessu sem kemur upp í hugann þegar Lygasaga Lindu Vilhjálmsdóttur er lesin.20 Linda Vilhjálmsdóttir skrifar sjálf sögu sína. Hún er fædd árið Í958, sjómannsdóttir frá Reykjavík. Titillinn á sögu hennar, Lygasaga, er marg- ræður. Er þetta login saga? Eða saga af lygum? Eða hvort tveggja? í Lygasögu skiptast á þrjár frásagnir, þrír sögumenn: barnið Linda, alkóhólistinn Linda og ritstjórinn Linda sem klippir og tengir sögu hinna tveggja með athugasemdum og útleggingum. Allar þrjár sögurnar eru fýndnar, gagnorðar og harðorðar. Það eru furðuleg réttarhöld sem fram fara í þessari bók því að það vantar í þau verjandann. Bókin er eitt sam- fellt ákæruskjal. Sjálfslýsing barnsins Lindu verður til dæmis svo neikvæð að hún snýst í andstæðu sína. Þar er lýst ófríðu, vinalausu stúlkubarni á Sel- tjarnarnesi. Hún er hjólbeinótt með skemmdar tannbeyglur svo að hún 96 TMM 2004 ■ 2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.