Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Page 40
Böðvar Guðmundsson
Tími, ljós, ótti
Jólin líða hratt en tímabilið frá áramótum þangað til nóttin verður
björt og grasið grænt líður ótrúlega hægt. Stundum stansar tíminn
alveg. Svo þokast hann aftur af stað, tekur kannski smákipp eins og
á þrettándanum eða á öskudaginn, en stöðvast svo aftur. Á þrett-
ándanum er aftur hangiket í matinn og það er kveikt á jólatrénu í
síðasta sinn.
Jólatréð er merkilegur gripur, stofninn súlubrot úr vegavinnu-
tjaldi og er stungið ofan í holu á plankabút, nokkrar rúsínukassa-
íjalir hafa einhvern tímann verið sagaðar á langveginn og mynda
nú greinarnar. Yst á hverri grein eru tveir járnbútar svartir af sóti
og eru beygðir upp í stút. Þeir halda snúnu jólakerti á milli sín.
Jólatréð hefur einhvern tímann verið málað grænt en sums staðar
vill málningin ekki tolla. Á aðfangadag á hverju ári er jólatréð sótt
upp á háaloft þar sem það hangir undir sperrukverkinni ásamt
öðru dóti. Það er puntað með lengjum af alla vega litum krep-
pappír og fær nokkur kramarhús og snúin kerti á greinarnar. Svo
er kveikt á því um kvöldið og þá er það verulega fallegt. Það fær ný
kerti á jóladag og aftur á gamlárskvöld og líka á þrettándanum, en
daginn eftir, sem einhverra hluta vegna heitir ekki íjórtándinn, er
það rúið öllu skarti og hengt á sinn stað, tíminn nemur staðar og
ekkert gerist, eða næstum því ekkert.
Það snjóar í viku, eða var það kannski bara í hálfa viku? Svo
rignir í aðra viku og fólk og fé kemst ekki ferða sinna vegna hálku.
Og ekki bætir það færðina að það er hífandi rok á hverjum degi.
Þegar ánum er hleypt út á morgnana leggjast hálkan og rokið á eitt
svo þær renna stjórnlaust á rassinum niður íjárhúshólinn. Það er
svolítil tilbreyting, jafnvel gaman, að sjá þær byltast niður hólinn
38
TMM 2004 • 2