Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Side 19

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Side 19
Að standa af sér slaginn hún að þessi maður væri eitthvað einkennilegur því hann hefði spurt hana hvort ég væri að flýja eitthvað! Við ætluðum að vera ár að heiman svo við tæmdum íbúðina okkar í Barmahlíð og tróðum megninu af búslóðinni í geymslur í kjallaranum, læstum þeim og leigðum íbúðina, flugum svo til Berlínar og settumst að í íbúð okkar þar. Daginn eftir hringir síminn þar í fyrsta sinn og það er Eiríkur Jónsson blaðamaður sem les fyrir mig frétt sem á að koma í blað- inu næsta dag, um það að Þórarinn Óskar hyggist lögsækja mig fyrir að hafa stolið af sér þessum bókum, þær séu allar til á spólum sem ég neiti að láta af hendi, hann hyggist láta mig skila megninu af höfundarlaunum mínum fyrir þessar bækur og svo framvegis. Eiríkur les þetta og spyr hvort ég vilji segja eitthvað um þetta en ég sagðist ekkert hafa um það að segja. Þá hafði hann eftir mér að ég væri orðlaus! Þetta var aðalfréttin á baksíðu DV daginn eftir. Þarna var nýbyrjað árið 2000. Það hafði aldrei komið til neinnar umræðu að ég léti af hendi þessar spólur sem teknar voru upp á árunum 1980 og '81 á fýlliríi í Kaup- mannahöfn og Árósum - ekki frekar en annað sem ég viðaði að mér. Ég hef aldrei verið hirðusamur með mín gögn en hélt mig þó muna að ég hefði sett þær ofan í kassa einum fimmtán árum fýrr og að sá kassi hlyti að vera einhvers staðar innst í þeim geymsluherbergjum sem við höfðum troðið dótinu okkar inn í. Á þessari stundu var auðvitað engin leið að komast til að leita að honum, þó hvarflaði að mér að taka næsta flug heim, rútta öllu út og reyna að finna spólurnar til að ljúka málinu. Það hefði að vísu kostað mikla fyrirhöfn, peninga og tíma og óbærileg óþæg- indi fýrir marga aðila, auk þess sem allir sem ég hafði samband við réðu mér frá því og sögðu að enginn tæki mark á þessu. Þá kemur önnur frétt, slegið upp líka í DV, að ég neiti að láta spólurnar af hendi og látið eins og þögn mín þýði samþykki og ég sé bara á flótta. Aggi sé búinn að ráða sér lögfræðing og tilbúinn að stefna mér. Nokkrum sinnum í viðbót næsta árið tókst honum að komast í fréttir með þau tíðindi að nú væri hann að stefna mér, þótt aldrei yrði neitt úr því. Þegar leið á árið fann ég æ betur að þetta var orðið leiðindamál. En þá var svo langt liðið á dvölina ytra að ég ákvað að gera ekkert frekar fyrr en ég kæmi heim. Þegar ég kom heim um miðjan janúar 2001 fann ég fljótt hvað þetta umtal hafði valdið mér miklum skaða. Fyrir utan hvað það hafði farið illa með ýmsa af mínum nánustu hérna heima. Löng viðtöl á sjónvarps- og útvarpsstöðvum við Þórarin þar sem hann lét móðan mása og þáttagerðarmenn hvöttu hann til að halda áfram og segja eitthvað meira illt um mig meðan þeir hlógu og gögguðu undir. Og ekkert leitað TMM 2004 • 2 17
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.