Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Blaðsíða 120

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Blaðsíða 120
Leiklist Halla Sverrisdóttir Strákar um stráka til stráka ... Það er ástæða til að hrósa Borgarleikhúsinu fyrir það framtak að ekki bara auglýsa eftir hugmyndum að nýjum íslenskum leikverkum, eins og gert var vet- urinn 2001-2002, heldur fylgja þeim eftir og gefa höfundunum sem fyrir valinu urðu færi á að fullvinna verk sín. Úr þessari höfundasmiðju hafa nú orðið til þrjú ný verk, Draugalest Jóns Atla Jónassonar, Sekt er kennd eftir Þorvald Þor- steinsson og Belgíska Kongó eftir Braga Ólafsson. Þegar þetta er skrifað er enn ekki búið að sýna verk Braga. Það vekur óneitanlega athygli að þessir þrír útvöldu skuli allir vera karlkyns, en erfitt er að segja hvort þar er um að kenna lærðri fullkomnunaráráttu kvenna og á stundum hiki þeirra við að Jeggja fram hugverk sín, eða því að íslenskir karlmenn séu einfaldlega að skrifa betri og áhugaverðari leikverk en konurnar. Spyr sá sem ekki veit. Jón Atli, Þorvaldur og Bragi eru allir þekktir af fyrri störfum sínum í ýmsum listgreinum en þó að Draugalestin sé fyrsta sviðsverkið sem undirrituð sér eftir Jón Atla hefur hann verið iðinn við kolann á því sviði og þar til nýlega var verið að sýna eftir hann annað leikrit, Brim, í Vesturporti, eitt bíður átekta í Þjóðleik- húsinu, auk þess sem hann hefur fengið boð um að vinna fyrir leikhús í Bret- landi. Það má því með nokkurri réttu skella á Jón Atla titlinum “upprennandi ís- lenskt leikskáld” - og af Draugalestinni að dæma liggur honum ýmislegt á hjarta. Sem mér finnst mikill kostur á listamanni, svona svo það sé á hreinu. Síðasta útkall í Draugalestina Að formi og efni er Draugalest einfalt sviðsverk. Þar er dregin upp mynd af fjórum karlmönnum sem allir eru að kljást við einhvers konar fíkn og það verður strax ljóst að saman mynda þeir sjálfshjálparhóp af einhverju tagi. í vernduðu umhverfi þess forms reyna þeir að leysa vanda sinn með því að tjá sig um erfiðleikana - standa upp hver á fætur öðrum og gefa stuttar skýrslur um líf sitt og líðan. Við kynnumst þessum mönnum í afmörkuðum og lokuðum heimi sjálfshjálparsamkomunnar en sjáum þá ekki í neinu öðru samhengi; einu upplýsingarnar sem við fáum eru því þær sem þeir kjósa sjálfir að veita um sig og líf sitt og það verður að ganga út frá því að þær upplýsingar séu að einhverju leyti ritskoðaðar. 118 TMM 2004 • 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.