Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Blaðsíða 120
Leiklist
Halla Sverrisdóttir
Strákar um stráka til stráka ...
Það er ástæða til að hrósa Borgarleikhúsinu fyrir það framtak að ekki bara
auglýsa eftir hugmyndum að nýjum íslenskum leikverkum, eins og gert var vet-
urinn 2001-2002, heldur fylgja þeim eftir og gefa höfundunum sem fyrir valinu
urðu færi á að fullvinna verk sín. Úr þessari höfundasmiðju hafa nú orðið til
þrjú ný verk, Draugalest Jóns Atla Jónassonar, Sekt er kennd eftir Þorvald Þor-
steinsson og Belgíska Kongó eftir Braga Ólafsson. Þegar þetta er skrifað er enn
ekki búið að sýna verk Braga.
Það vekur óneitanlega athygli að þessir þrír útvöldu skuli allir vera karlkyns,
en erfitt er að segja hvort þar er um að kenna lærðri fullkomnunaráráttu kvenna
og á stundum hiki þeirra við að Jeggja fram hugverk sín, eða því að íslenskir
karlmenn séu einfaldlega að skrifa betri og áhugaverðari leikverk en konurnar.
Spyr sá sem ekki veit.
Jón Atli, Þorvaldur og Bragi eru allir þekktir af fyrri störfum sínum í ýmsum
listgreinum en þó að Draugalestin sé fyrsta sviðsverkið sem undirrituð sér eftir
Jón Atla hefur hann verið iðinn við kolann á því sviði og þar til nýlega var verið
að sýna eftir hann annað leikrit, Brim, í Vesturporti, eitt bíður átekta í Þjóðleik-
húsinu, auk þess sem hann hefur fengið boð um að vinna fyrir leikhús í Bret-
landi. Það má því með nokkurri réttu skella á Jón Atla titlinum “upprennandi ís-
lenskt leikskáld” - og af Draugalestinni að dæma liggur honum ýmislegt á
hjarta. Sem mér finnst mikill kostur á listamanni, svona svo það sé á hreinu.
Síðasta útkall í Draugalestina
Að formi og efni er Draugalest einfalt sviðsverk. Þar er dregin upp mynd af
fjórum karlmönnum sem allir eru að kljást við einhvers konar fíkn og það
verður strax ljóst að saman mynda þeir sjálfshjálparhóp af einhverju tagi. í
vernduðu umhverfi þess forms reyna þeir að leysa vanda sinn með því að tjá sig
um erfiðleikana - standa upp hver á fætur öðrum og gefa stuttar skýrslur um líf
sitt og líðan. Við kynnumst þessum mönnum í afmörkuðum og lokuðum heimi
sjálfshjálparsamkomunnar en sjáum þá ekki í neinu öðru samhengi; einu
upplýsingarnar sem við fáum eru því þær sem þeir kjósa sjálfir að veita um sig
og líf sitt og það verður að ganga út frá því að þær upplýsingar séu að einhverju
leyti ritskoðaðar.
118
TMM 2004 • 2