Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Blaðsíða 56
Berglind Gunnarsdóttir
Three things that enrich the poet:
Myths, poetic power, a store of ancient verse.
Dagur leitar náttúrunnar í öllu sínu fari, bæði hinnar frjósömu en líka
hinnar skaðlegu og eyðileggjandi. Og hann krefst hennar í öllu lífi. Þetta
er náttúrutrú sem byggir á því viðhorfi að alheimurinn allur sé lifandi, að
fjöll, tré og steinar séu lifandi, að allir hlutir séu tengdir og að allir þættir
náttúrunnar hafi áhrif hver á annan.
Dagur tignar sólina sem hinn lífgefandi kraff en einnig tunglgyðjuna
sem er táknmynd skáldskaparins. Hann leit á skáldskapinn sem sprottinn
af fjölkynngi. Dagur las bókina The White Goddess eftir Robert Graves, sem
tilvitnunin hér að ofan er sótt til, og varð upprifinn. Þar sýnir höfundur-
inn fram á að goðsagnakennt skáldamálið til forna, í Norður-Evrópu og
við Miðjarðarhafið, hafi átt uppruna sinn í töfrum og tengst alþýðlegum
trúarathöfnum í nafni tunglgyðjunnar. Þetta var á tímum mæðraveldis og
fýrir tíma forngrísku heimspekinnar sem snerist gegn gyðjunni og goð-
sögnum hennar og hóf til vegs karlguði, rökhyggju og feðraveldi.
Það má sjá ýmis merki um áhrif þessara fræða í ljóðum Dags, í sam-
svörun hans við náttúruöflin, ákveðna forneskju og myndvísi, stöku
sinnum samfara föstum takti í sefjunarstíl. Hann fórnar tunglgyðjunni
að vísu fyrir sólargyðjuna í Milljónaœvintýri og kastar þar með dultrú
rómantísku skáldanna á nítjándu öld, en samkvæmt Robert Graves er
ímynd gyðjunnar á tímum rómantíkurinnar táknræn fyrir hnignun lík-
amlegra krafta manna og ákveðinn bölmóð.
Vísindin
hafa svívirt mánagyðjuna
flekkað föla arma hennar
skáldin vakna við vondan draum...
Félagar skáld
kokkálar hættið að syrgja
glataðan meydóm mánagyðjunnar
Veitið lífi inní skynsemi yðar
svoað skynsemi yðar verði lifandi
Veitið skynsemi inní líf yðar
og líf yðar mun verða skynsamlegt
Veljið yður sólina að leiðarstjörnu
54
TMM 2004 • 2