Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Blaðsíða 116
Bókmenntir
á tilgerð í stílnum. Þetta er ekki til stórkostlegra lýta, en orsakar að lesandi Ijar-
lægir sig textanum og um leið söguefninu. Engu að síður blasir við að lestri
loknum heilleg og sannfærandi mynd af Kristmanni Guðmundssyni, dregin upp
af djúpri löngun til þess að skilja hann og aðstæður hans.
Kirkjugarðar
En núna var ég þannig staddur að mér fannst ekkert vera framundan, og engin leið
nema til baka. (11)
Sögumaður Gyrðis Elíassonar í Hótelsumri er nýfráskilinn og leitar á æskustöðv-
arnar, í bæ úti á landi þar sem hann dvelur á hóteli, vísast til að ná áttum. Frá-
sögnin er búin sem dagbók mannsins þann sumarmánuð sem hann gistir hót-
elið.
Eins og svo oft í verkum Gyrðis er yfir lífi þessa manns einhver ókennileiki og
andrúmsloft frásagnarinnar er mettað beyg. Fljótlega kemur í ljós að maðurinn
er ekki staddur í bænum til þess að endurlifa minningar hamingjuríkrar
bernsku, þvert á móti rifjast með hverjum deginum betur upp fýrir honum að
hann hafi verið þunglynt barn og man ekki annað en að á æskuárunum hafi
verið samfelld rigning. Það sem hann upplifir á rölti sínu um æskustöðvarnar
endurspeglar sálarástand hans, minningarnar koma til hans ein og ein, en sífellt
vofir eitthvað yfir, feigð, beygur... og nálægðin við dauðann, tilfinningin fyrir
því að endirinn nálgist er stöðug. í draumum jafnt sem vöku er hann í námunda
við kirkjugarðinn, glottandi hauskúpur verða á vegi hans, bílar breytast í líkbíla
og ferðatöskur í líkkistur.
Hóteldvölin undirstrikar einsemd mannsins. Hann er gestur á æskustöðv-
unum, staddur „heima“ en þekkir samt engan lengur, foreldrar hans eru látnir,
eina systkinið í Ástralíu og á æskuheimilinu býr ókunnugt fólk. Á hótelinu er
hann líka mátulega velkominn og hótelstarfsmenn láta uppi sífelldar efasemdir
um að hann eigi fyrir reikningnum.
Hann skynjar umhverfið sér fjandsamlegt, en það kemur fram í því sem hann
les í viðbrögð fólks sem á vegi hans verður. Ýmist er hann því ósýnilegur eða
honum er sýndur fullur fjandskapur, ekki aðeins er hótelstarfsfólkið með ein-
dæmum önugt, heldur er fólk háðslegt á svipinn, ólundarlegt eða hvessir á hann
augun og meira að segja dýrum virðist vera í nöp við hann. Sá eini sem ber
kennsl á hann og sækist eftir félagsskap við hann ber eftirnafnið Kirkegaard og
var kallaður Kirkjugarður í skóla!
Sagan fjallar um mannlegt getuleysi til þess að takast á við það sem fer öðru-
vísi en ætlað var. Getuleysi til þess að tjá tilfinningar og langanir - til þess að
lesa í skilaboð umhverfisins - til að skilja annað fólk og ná tengslum við það.
Táknrænt fyrir þetta getuleysi til tjáningar er að maðurinn er sífellt að reyna
að skrifa, en gengur illa - og líka reynir hann að lesa bók sem hann hefur með-
ferðis, en kemst ekki neitt áfram í henni. Maðurinn lætur því berast með
straumnum og fer kunnuglegar leiðir, einungis vegna þess að þær eru kunnug-
114
TMM 2004 • 2