Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Blaðsíða 34

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Blaðsíða 34
Hólmfríður Garðarsdóttir Indjánastelpan Edita verður því helsti áhrifavaldur í lífi Lenna þó svo hún búi einnig í öðrum heimi. Edita er barn náttúrunnar og ryður þroska- braut Lenna bæði sem menningartúlkur og kona; ekki hvað síst þegar hún „kenndi mér að skilja líkamann, augun, hreyfingarnar, kenndi mér að elska í herberginu okkar“ (16). Það fellur í hlut Editu að kenna þessum hægláta norræna kletti að opna skynfærin og taka á móti áreiti umhverfisins af alúð og umburðarlyndi. Án Editu væri tilvist Lenna allt önnur, því eftir að hún gefur sig honum í æsku er það hún sem ögrar honum til allra verka. Hún er það raunverulegasta sem Lenni hefur upplifað um leið og hún kynnir hann fyrir öllu því draumkenndasta sem hann fær að kynnast. En Lenni og Edita eru ólík og ná aldrei að sameinast. Þau verða aldrei eitt. Þó bæði séu að vissu leyti börn náttúrunnar þá eru náttúran og menningin sem þau eru sprottin úr fjarlægar og aðskildar í verki Vigísar. Þar að auki var Edita alltaf hrædd um að ég færi frá henni og hún hefði engan til að leika við. Engan til að liggja hjá í tréhúsi og láta nudda á sér þrútna fætur, nudda úr sér ímyndaða bólgu eftir ímyndaðan tungldans með cayotum. (98) [...] Já, Edita mín efaðist reyndar alltaf um allt [...] Hún efaðist um hvort fólk meinti það sem það segði, efaðist um orðin. Efaðist um hvort sannleikurinn væri til, efaðist um lygina [...] efaðist um ástina. Nei, ekki um ástina en um ást mína. (99) Og efi Editu er ekki ástæðulaus. Lenna langar til baka. Hann langar að þekkja uppruna sinn, dulmagn landsins sem hann hefur heyrt talað um af söknuði allt sitt líf. Hann langar til að kynnast föður sínum sem aldrei kom á eftir þeim og fá svör við spurningunni um hver hann er. Það verður því úr að hann heldur í ferðina miklu í fylgd Lúnu vinkonu móður sinnar, málarans sem festir á striga það sem aðrir túlka með orðum og sögum. Lúnu sem hefur alltaf sent Rósu myndirnar sínar og þannig flutt fréttir milli Reykjavíkur og Madridar í tuttugu ár. Hún er tengiliður Rósu og Lenna eldri við fortíðina og íslenska þjóðtrú en verður nú leiðsögumaður Lenna yngri á leið til fyrirheitna landsins. Til- gangur Lenna með ferðinni er að fullskapa eigin veröld en til þess að svo megi verða þarf hann að uppgötva og kynnast hinum helmingnum af sjálfum sér. Hann kveður fólkið sitt og Editu í Madrid og heldur yfir hafið til þess að koma vonandi aftur „með sögur sem væru orðnar minn- ingar“ (146). Nú eru það maður og kona sem saman leggja af stað í ferð án fyrirheits sem þrungin er eftirvæntingu og óvissu. Dulmagnið býr í því ósagða og hálfkveðna og í myndum Lúnu. - Nú verður þú fyrst og fremst að hugsa um sjálfan þig, vinur, núna er rétti tím- inn til að fara, hafði Lúna sagt svo fallega kvöldið sem hún lauk við að mála af mér 32 TMM 2004 • 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.