Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Side 34
Hólmfríður Garðarsdóttir
Indjánastelpan Edita verður því helsti áhrifavaldur í lífi Lenna þó svo
hún búi einnig í öðrum heimi. Edita er barn náttúrunnar og ryður þroska-
braut Lenna bæði sem menningartúlkur og kona; ekki hvað síst þegar hún
„kenndi mér að skilja líkamann, augun, hreyfingarnar, kenndi mér að elska
í herberginu okkar“ (16). Það fellur í hlut Editu að kenna þessum hægláta
norræna kletti að opna skynfærin og taka á móti áreiti umhverfisins af alúð
og umburðarlyndi. Án Editu væri tilvist Lenna allt önnur, því eftir að hún
gefur sig honum í æsku er það hún sem ögrar honum til allra verka. Hún
er það raunverulegasta sem Lenni hefur upplifað um leið og hún kynnir
hann fyrir öllu því draumkenndasta sem hann fær að kynnast. En Lenni og
Edita eru ólík og ná aldrei að sameinast. Þau verða aldrei eitt. Þó bæði séu
að vissu leyti börn náttúrunnar þá eru náttúran og menningin sem þau eru
sprottin úr fjarlægar og aðskildar í verki Vigísar. Þar að auki var Edita
alltaf hrædd um að ég færi frá henni og hún hefði engan til að leika við. Engan til
að liggja hjá í tréhúsi og láta nudda á sér þrútna fætur, nudda úr sér ímyndaða
bólgu eftir ímyndaðan tungldans með cayotum. (98) [...] Já, Edita mín efaðist
reyndar alltaf um allt [...] Hún efaðist um hvort fólk meinti það sem það segði,
efaðist um orðin. Efaðist um hvort sannleikurinn væri til, efaðist um lygina [...]
efaðist um ástina. Nei, ekki um ástina en um ást mína. (99)
Og efi Editu er ekki ástæðulaus. Lenna langar til baka. Hann langar að
þekkja uppruna sinn, dulmagn landsins sem hann hefur heyrt talað um
af söknuði allt sitt líf. Hann langar til að kynnast föður sínum sem aldrei
kom á eftir þeim og fá svör við spurningunni um hver hann er. Það
verður því úr að hann heldur í ferðina miklu í fylgd Lúnu vinkonu
móður sinnar, málarans sem festir á striga það sem aðrir túlka með
orðum og sögum. Lúnu sem hefur alltaf sent Rósu myndirnar sínar og
þannig flutt fréttir milli Reykjavíkur og Madridar í tuttugu ár. Hún er
tengiliður Rósu og Lenna eldri við fortíðina og íslenska þjóðtrú en
verður nú leiðsögumaður Lenna yngri á leið til fyrirheitna landsins. Til-
gangur Lenna með ferðinni er að fullskapa eigin veröld en til þess að svo
megi verða þarf hann að uppgötva og kynnast hinum helmingnum af
sjálfum sér. Hann kveður fólkið sitt og Editu í Madrid og heldur yfir
hafið til þess að koma vonandi aftur „með sögur sem væru orðnar minn-
ingar“ (146). Nú eru það maður og kona sem saman leggja af stað í ferð
án fyrirheits sem þrungin er eftirvæntingu og óvissu. Dulmagnið býr í
því ósagða og hálfkveðna og í myndum Lúnu.
- Nú verður þú fyrst og fremst að hugsa um sjálfan þig, vinur, núna er rétti tím-
inn til að fara, hafði Lúna sagt svo fallega kvöldið sem hún lauk við að mála af mér
32
TMM 2004 • 2