Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Side 110

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Side 110
Menningarvettvangurinn sönglög eftir Donizetti og Pergolesi og verk eftir Mozart, Schumann, Brahms, Britten, Martinu, Olivier Kentish og Saint-Saéns. Ekki má gleyma hinum hefðbundnu Sumarkvöldum við orgelið í Hallgríms- kirkju. Eins og undanfarin sumur koma organistar víða að úr veröldinni til að leika á hið mikilfenglega Klais-orgel kirkjunnar. Tónleikarnir eru í hádeginu á laugardögum og á sunnudagskvöldum, en auk þess leika íslenskir organistar í hádeginu á fimmtudögum. Þessar tónleikaraðir standa frá 17. júní til 15. ágúst. Einnig koma nokkrir erlendir kórar í heimsókn til Hallgrímskirkju í sumar. Myndlistin Meðal viðburða í myndlistarsölum borgarinnar í sumar má nefna sýninguna / nærmynd í Listasafni íslands á bandarískri samtímalist sem verður opnuð 15. maí og stendur til júníloka. Verkin eru einkum frá undanförnum tveimur ára- tugum. Meðal listamanna sem eiga verk þar eru Jeff Koons, Cindy Sherman, Andy Warhol og Charles Ray. Sumarsýning Listasafnsins hefur yfirskriftina Umhverfi og náttúra í íslenskri myndlist á 20. öld. Þar eiga aðild margir helstu listamenn aldarinnar sem leið, m.a. Þórarinn B. Þorláksson, Ásgrímur Jónsson, Jóhannes Kjarval, Jón Stefáns- son, Júlíana Sveinsdóttir, Svavar Guðnason, Nína Tryggvadóttir, Kristján Dav- íðsson, Sigurður Guðmundsson, Hringur Jóhannesson, Steina Vasulka, Halldór Ásgeirsson, Helgi Þorgils, Kristinn G. Harðarson, Georg Guðni, Sigurður Árni, Brynhildur Þorgeirsdóttir, Spessi, Eggert Pétursson, Hrafnkell Sigurðsson, Guð- rún Einarsdóttir, Daníel Magnússon, Ólafur Elíasson, Olga Bergmann og Hlynur Hallsson. Sýningin verður opnuð 10. júlí og stendur til ágústloka. Aðalsýning Listasafns Reykjavíkur Hafnarhúss í sumar - fyrir utan fastasýninguna á verkum Errós - er á verkum Þorvalds Þorsteinssonar undir yf- irskriftinni Ég gerði þetta ekki. Þorvaldur hefur dvalið í Bandaríkjunum undan- farin misseri og verður fróðlegt að sjá ný verk eftir þennan frjóa myndlistar- mann, rithöfund og hugsuð. Sýningin stendur frá 11. júní til 15. ágúst. 20. maí verða opnaðar tvær sýningar á Kjarvalsstöðum sem standa til 22. ágúst. Annars vegar eru ný verk eftir ítalska málarann Francesco Clemente og hins vegar einkasýning Roni Horn. Báðar eru í samvinnu við Listahátíð í Reykja- vík. Sýning Clemente kemur hingað í kjölfar stórrar yfirlitssýningar á verkum hans í Guggenheimsafninu í New York og Bilbao á Spáni og á henni verða yfir sextíu málverk, pastelmyndir og vatnslitaverk. Roni sýnir ljósmyndir úr bún- ingsklefum Sundhallar Reykjavíkur undir yfirskriftinni Her, Her, Her and Her (Hún, hún, hún og hún líka). Vördagskrá Kvikmyndasafns íslands í Bæjarbíó í Hafnarfirði verður ekki alveg lokið þegar þetta hefti kemur út. Síðustu myndirnar eru Dodeskaden eftir Kuros- awa (11. og 15. maí), Oledoledoffeftir JanTroell (18. og 22. maí) og Ugetsu mon- ogatari eftir Kenji Mizoguchi (25. og 29. maí). Enn skal áhugafólk um kvik- myndir hvatt til að gefa þessu myndarlega framtaki Kvikmyndasafnsins gaum. 108 TMM 2004 • 2
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.