Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Qupperneq 97

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Qupperneq 97
Mea culpa, mea maxima culpa ... Ágústínus og Rousseau, ræðan til varnaðar og eftirbreytni, söguhetja sem er allt og ekkert, úrhrak og snillingur. Þó að hér sé undirstrikað að textinn segi sannleikann og ekkert annað gerir Þórunn Hreftia það líka alveg ljóst í formála að hún er ekki aðeins skrásetjari heldur höfundur bókarinnar. Hún segir: „Þar sem minni söguhetjunnar brást, eða mig skorti tilfinnanlega annað sjónarhorn og aukna dýpt í persónu hennar, naut ég aðstoðar fólks sem tengist henni og kann ég því bestu þakkir fyrir.“16 Öfugt við Reyni stígur Þórunn Hrefna fram öðru hverju í frásögninni og brýst beinlínis inn í hana í kaflanum „Apríl 2003: Skrásetjarinn tekur völdin“. Þar og í næstu köflum þar sem sagt er frá heimsókn þeirra Ruth- ar til föðurömmunnar í Bretlandi er lýst samstöðu og vináttu Þórunnar Hrefnu og Ruthar í ferðinni. Um leið er undirstrikað að þær eru ekki ein og sama manneskjan, það er Þórunn Hrefna sem „sýnir“ Ruth frá mörgum sjónarhornum og býr til „dýpt í persónu hennar.“ f ævisögu Ruthar eru þannig dregnar upp meiri og afdráttarlausari andstæður og þversagnir en í ævisögu Lindu. Marilyn Monroe er víðs fjarri en saga Janis Joplin kemur stundum upp í hugann við lesturinn á sögu Ruthar. Það er miklu meiri reiði í bók Ruthar en Lindu, hún ásakar foreldra sína, kvalara í barnaskólanum, sambýlismenn og félagsráðgjafa en mest ásakar hún þó sjálfa sig. Endurtekið þema í sögu hennar er að hún hefði átt að fá eitthvað sem hún ekki fékk eða fékk ekki nóg af; ást ömmu og afa, föður, móður, athygli, hjálp, stuðning, skilning, hlýju. Reiðinni og sorginni er beint inn á við og hún finnur sér ekki (fýrst og fremst) form í árásargirni eða ofbeldi gagnvart öðru fólki heldur hryllilegum átrösk- unum sem líka hrjá Lindu Pétursdóttur og Lindu Vilhjálmsdóttur. Það hefur aldrei þótt kvenlegt að vera reið eins og allir vita. Reiðin er hins vegar ekki aðeins illa séð hjá konum, hún er ein af höfuðsyndunum sjö. Hún er trúarlegur og siðferðilegur misgjörningur. Átraskanir eru feykilega flóknar geðtruflanir og fela meðal annars í sér reiði og uppreisn gegn samfélagi sem aðeins vill sjá konur sem skrautgripi eða skemmti- tæki.17 Getur ævisagan verið úrvinnsla á slíkri reiði og getur sá sem segir frá ævi sinni komist að og sagt sannleikann um sig í textanum? Það er ekki útilokað en eins líklegt er að þráin eftir hinni ríku merkingu verði til þess eins að undirstrika heldur ótótlegan veruleika fullan af öryggisleysi og skorti svo að hin fyrirhugaða sjálfskönnun breytist í óttaslegna sjálfshirtingu. Þegar horft er inn á við, þegar ástæður eru greindar og metnar getur það magnað upp sektar- kennd fremur en að eyða henni, áráttan eftir að afhjúpa sjálfan sig eins mikið og hægt er í leitinni að þeim fullkomna heiðarleika sem sóst er eftir, getur leitt til stöðugt meiri tittlingaskíts og ólinnandi efa um ástæðurnar fyrir eigin gjörðum“18 TMM 2004 • 2 95
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.