Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Blaðsíða 43
Tími, ljös, ótti
Stundum sjást flugvélar á sveimi yfir Síðunni og þá segir stóra-
systir: „Passaðu þig, þetta eru steypiflugvélar,“ og tekur kannski til
fótanna og hleypur frá honum og hann er aleinn og varnarlaus
effir. Seinn að hlaupa. Á skólanum hefur hún einnig lært að til er
fólk sem étur annað fólk. Það heitir mannætur. Mannætur eru
næstum verri en ísbirnir og geta stungið upp kollinum hvar og
hvenær sem er ef maður er einn. Hann sér þær stundum fyrir sér
þegar hann er kominn í rúmið á kvöldin, afskræmd andlitin
engjast og teygjast og eru kannski að naga hönd eða fót. I fyrra-
sumar var hann sendur út í reykkofann að sækja bjúga sem hékk á
nagla yfir hlóðunum. Það var sól og bjart úti en kofinn ljóslaus og
honum var dimmt fyrir augum. Og sem hann er að krækja bjúg-
anu af naglanum kemur stórasystir í dyrnar og æpir: „Mannæta!“
Hún huggaði hann nú reyndar á effir og sá áreiðanlega svolítið
eftir þessu og lofaði að segja engum frá hvað hann hefði orðið
hræddur ef hann lofaði á móti að segja engum frá hvað hún hafði
gert hann hræddan. En að fara síðan einn inn í ljóslausa kofa, og
þeir voru margir, var enginn leikur.
Veröldin er full af hættum sem eru miklu verri en þetta stríð sem
alltaf er verið að stagast á.
Og ljósleysið, myrkrið, það er verra en allt annað. Á Bóli eru fjórir
olíulampar og þeir eru ekki barnameðfæri. Olíupelinn er grænn og
ofan á honum situr kveikurinn og utan um kveikinn og ljósið lykur
svo lampaglasið. Það má ekki brjóta því enginn nálægur kann að
búa til lampaglös, jafnvel Benedikt á Hjalla, sem getur þó lagað
næstum allt sem fordjarfast, getur ekki gert við brotið lampaglas.
Þessir olíulampar eru ekki alveg hættulausir, um þá ganga margar
og stundum hryllilegar sögur, þeir eiga það til að ósa og það er nú
ekkert grín. Þá verður andrúmsloftið eitrað og fólkið sofnar þar sem
það situr eða stendur og kannski deyr. Eitt dimmt vetrarkvöld átti
Doddi á Felli erindi út að Hringsstöðum og eftir að hafa barið lengi
að dyrum án þess að nokkur opnaði þá fór hann að gruna að ekki
væri allt með felldu því það var ljós í húsinu. Bæjardyrnar voru lok-
aðar að innanverðu en hann gat skriðið inn um kamargluggann og
þá gat nú heldur betur á að líta, útvarpið á fullu og fólkið sofandi og
hálfdautt í kringum ósandi olíulampa. Doddi dró niður í lamp-
anum og opnaði alla glugga og tókst um síðir að vekja fólkið.
TMM 2004 ■ 2
41