Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Qupperneq 88

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Qupperneq 88
ÁRNI BERGMANN Á valdadögum Khrúsjovs á sjötta áratugnum batnaði hagur manna í Sovétríkjunum verulega, bæði að því er varðar almenn lífskjör og svo vegna minnkandi ótta við leynilögreglu, en um leið hverfur hin heita og einlæga Sovéttrú á Vesturlöndum. Það gerðist ekki aðeins vegna þess áfalls sem hún varð íyrir þegar arftaki Stalíns á aðalritarastól Kommún- istaflokksins rekur í frægri „leyniræðu“ margskonar glæpi leiðtogans mikla. Tvennt gerist í senn: menntamenn eru ekki jafn vantrúaðir og þeir voru á kreppuáratugnum á kapítalisma og lýðræði heima hjá sér og um leið hefur sovétrússneskur hvunndagsleiki færst nær. í heimi aukinna samskipta þekkja menn hann betur en áður. Það skipti þá ekki höfuðmáli hve ólíkur eða líkur vestrænum samfé- lögum hann reyndist vera. Mestu varðaði, að hann var ekki lengur spennandi, ekki fullur fyrirheita. Allur vindur var úr þeirri hugmynd að í Sovétríkjunum væri allt nýtt. Þekking tók við af óskhyggju, gloppótt að sönnu en mun raunsæislegri en áður. Hin pólitíska óskhyggja eða útóp- ismi, flutti annað, í nýtt Langtburtistan. Sumir fóru með trúarþörf sína til Kína á dögum menningarbyltingar eða þá til Kúbu eða eitthvað þangað í Þriðja heiminum sem menn sáu mjóan mikils vísi. Afstaða manna til Sovétríkjanna varð ekki það hita- og tilfinningamál sem verið hafði. Hún tók í litlum mæli mið af trúarþörf, en þeim mun meir af alls- konar praktískum sjónarmiðum: vildu menn eiga í Sovétríkjunum afl sem gæti hamlað gegn miklu veldi Bandaríkjanna? Eða þurftu þeir á þeim að halda í arðsömum viðskiptum? Afstaða vinstrigáfumanna var einatt tvíbent: þeir litu ekki á Sovétríkin sem stóran vonargjafa, þeir gagnrýndu mannréttindabrot og ritskoðun, samt töldu þeir margir að þau hefðu enn vissu gagnlegu hlutverki að gegna í heimstaflinu.22 Úr sögu Staðleysunnar Afstaða vestrænna gáfumanna til Rússlands er merkilegur kafli í sögu Staðleysunnar, Útópíunnar. Staðleysa er land þar sem draumar gáfu- manna um skynsamlegt og réttlátt þjóðfélag hafa ræst - eða þá staður þar sem allt hefur farið á versta veg (dystópía). Staðleysunni er stundum komið fyrir í gullaldarfortíð, stundum á fjarlægri eyju úti í veraldar- sjónum, stundum úti í geimnum eða þá í fjarlægri framtíð. En þeir sem velta fyrir sér möguleikum og háska í þróun samfélaga hafa líka á hverjum tíma viljað finna Staðleysunni stað í eigin samtíð. Þeir leita sér lands eins og Rússlands, sem er hæfilega lítið þekkt til að þar sé gott svig- rúm fyrir ímyndunaraflið, sem velur sér síðan eitthvað jákvætt til að spila úr. Allt í anda þeirrar þarfar, sem lagt var upp með: að telja sig vita að ein- 86 TMM 2004 • 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.