Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Side 4

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Side 4
r Frá ritstjóra Barnamenningarheftið síðast fór yfirleitt vel í lesendur, aðeins einum bréfrit- ara fannst varhugavert að fara út á braut þemahefta, þau ættu ekki eins vel við nú og áður fyrr. Væri gaman að vita hvað öðrum lesendum finnst um það. Öðrum lesanda fannst fráleitt að gefa út sérstakt barnamenningarhefti án þess að minnast H.C. Andersens. Langmesta athygli í heftinu vöktu brotin úr dagbókum Stefáns Jónssonar og vísa ég nánari umfjöllun um þau í þáttinn Á líðandi stund hér í heftinu. Strax þarf þó að biðja lesendur að bæta inn í texta sem féll niður á bls. 5, frá 12. línu að neðan. Heil er setningin svona: „Hitt veit ég, að margt af því er sjálfum mér að kenna sem fram við mig hefur komið. Það sem verst hefur farið með mig er þessi óttalega minnimáttarkennd sem ég hef þjáðst af frá því ég man eftir mér.“ Annarri leiðréttingu þarf að koma á framfæri frá Ásu Richardsdóttur, framkvæmdastjóra fslenska dansflokksins, við grein Sesselju G. Magnúsdótt- ur í síðasta hefti um dansverkið Open Source. Ása segir: „Það er ekki rétt að frumsýningu verksins hafi verið flýtt um tvo mánuði, henni var flýtt um tvær vikur. Það var ákveðið, að mig minnir um miðjan janúar, einum og hálfum mánuði fyrir frumsýningardag 27. febrúar.-Auðvitað er ekki gott að gera slíkt, en keðjuverkun vegna frestunar hjá Leikfélagi Reykjavíkur leiddi til þessa. Það er samt grundvallarmunur á tveim vikum og tveim mánuðum og finnst mér leitt að lesendur TMM haldi að íslenski dansflokkurinn ástundi slík vinnu- brögð.“ Páll Baldvin var ánægður með margt í heftinu í umsögn sinni í DV, meðal annars dagbækur Stefáns og ljóð Gerðar Kristnýjar: „Þá á sænskur leikstjóri [Tove Appelgren] skynsamlega og þarfa grein í heftinu um leikhús fyrir börn sem leikhússtjórar landsins mættu lesa upphátt þrisvar sinnum á björtum sumarnóttum næstu vikur svo þeim skiljist erindið. Hún er fágæt svo athyglis- verð umræða um leikhús fyrir börn.“ Sigríður Arnlaugsdóttir er hæstánægð með heftið, einkum grein nöfnu sinn- ar Pétursdóttur um kvikmyndir: „Ég held að menntamálaráðherra þyrfti að lesa hana,“ segir hún í bréfi sínu. „Kvikmynd er afar sterkur miðill. Börn venj- ast á að horfa á þær löngu áður en þau læra að lesa, og eftir því sem þau eru yngri því einfaldara þarf efnið að vera, og hvað er þá einfaldara en bandarískt formúludrull. Enda ekkert annað á boðstólum. Síðan þroskast þau áfram með sömu bandarísku ástar-formúlu-væmnina fram í rauðan dauðann. Það veitir ekki af fleiri svona greinum.“ Stórar fréttir þessa haustdaga eru þær að Tímaritið er komið á netið: www. tmm.is og þakkar TMM örlátum auglýsendum og Hugrúnu H. Kristjánsdótt- ur hönnuði innilega fyrir ómetanlega aðstoð við það. Á heimasíðunni verður til dæmis hægt að birta bréfin frá ykkur óstytt eða að minnsta kosti lengri en hægt hefur verið hér á þessum stað. Svona fleygir öllu fram! Silja Aðalsteinsdóttir ^ökasafíí^. 2 \ TMM 2005 • 3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.