Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Qupperneq 10

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Qupperneq 10
Moldin syngur ekki alltaf segðu mér annað. Við hvað á einstaklingurinn að miða gildi lífs síns. Þú getur ekki sagt mér það. Enginn getur það. Ef þú hefðir vitað það, já ef menn vissu það með óbifanlegri vissu, þá geng ég út frá að menn væru almennt hamingjusamir. En hvað erum við að tala um? Ég hef ekkert í það að verða frægur maður. Það eina sem ég gæti væri að reyna það. Og hvað gæti ég þá í raun og veru reynt? Mundu það að ég er ekki lengur 15 ára unglingur sem er hraustur og að öllu vel upplagður til þess að læra skólalærdóm. Ég er bráðum 25 ára og með bilaða heilsu. [...] - En því erum við nú að segja allt þetta? Vegna þess að ég hef ort nokkur kvæði, og þau eru ekki verr sögð heldur en hjá sumum öðrum, en auðvitað um alveg sama efni og aðrir eru búnir að góla um hundrað sinnum áður. Og svo ert þú, elsku Ragni mín, að láta þennan Kristin, þennan vísa Kristin, lesa út úr þeim einhverja möguleika. - Nei góða, við skulum ekki tala um þetta í alvöru. - Hér verð ég að vera - það er alveg ákveðið. Ef ég yrki ennþá eitthvað þá færð þú það. Því ég á engin kvæði eftir mig. [...] Nei ég kem ekki ofaneftir í bráð. Ég kem einhverntíma seinna í vetur, á einmánuði seint t.d. - ef ekki verða mislingar, ég má ekki fá mislinga. En ef ég kem þá máttu ekki fara að siga neinum menntamanni á mig. Ég hef ekkert í það að tala við þá. Og svo er ég bundinn í báða skó. - Það sem úr mér getur orðið verður hér að gerast. - Auðvitað verður það aldrei neitt, en það gæti alveg eins skeð, þó að ég ætti heima á Kirkjubóli, eins og þó að ég ætti hvergi heima. Þetta segi ég í alvöru og svo segi ég ekki meira um það. Guðmundur hlýddi líklega kalli skömmu seinna en fundur þeirra Kristins virð- ist hafa farið út um þúfur vegna veikinda Kristins. Altént segir Guðmundur í næsta bréfi: „Hvað er um Kristin vin þinn? Hvernig líður honum? Skaðlegt fyrir mig hvað það dregst að lækna hann. Nei góða vertu nú ekki vond. Mér geðjast mjög vel að honum, og mér þætti gaman að kynnast honum. En ég gat það ekki í vetur eins og þú líka vissir. En ég fellst ekki á þann misskilning ykkar að nokk- urs sé um það vert að gera mig að galandi hana.“ Guðmundur getur ekki gleymt því sem Ragnheiður hefur gert og skrifar enn um það skömmu fyrir jól: Heima 2. des. 1929 Elsku Ragni mín. Fyrirgefðu hvað það er langt síðan ég hef skrifað þér. - Þú segir náttúrlega að það sé ekkert að fyrirgefa, allt sé þetta ósköp eðlilegt, ég hafi verið upptekinn af kærustunni etc. etc. Nei, svo fínt var það ekki. Eins og þú getur nærri hef ég hvað eftir annað ætlað að yrkja þér bréf, - en æ, ég geri það bráðum, geri það bráðum. Er þetta fyrning 8 TMM 2005 ■ 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.