Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Page 16

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Page 16
Moldin syngur ekki alltaf Altsaa: Viltu vera væn og lána mér ruslið sem ég á hjá þér fram að jólum, þá skal ég senda þér það aftur og sjá, þú munt finna þar í eitt eða fleiri kvæði sem þú ekki áður áttir. - Ef það er eitthvað í því sem ég á hjá þér (fyrirsögn eða slíkt) sem þú álítur að sé ekki hollt fyrir litla afbrýði- sama konu að sjá, þá sendu það ekki eða skrifaðu það upp og sendu það meinlaust nema því aðeins að það sé beint eftirsjá í því. Annars, sendu mér allt nema hina sönnu leyndardóma. Nú bið ég guð að blessa þig, og kveð þig bróðurkveðju þinn Guðm. Böðvarsson. Hvb. 20/10 1936 Vinur minn góður! Ég er orðin svo óvön að handleika pappír og penna að ég er nærri feimin við það. Og hvað á maður svo að skrifa. í gær og fyrradag og hinn daginn var ég ákveðin í að skrifa þér nú einu sinni reglulegt bréf, fyrst ég loksins fengi tækifæri til þess. En núna finnst mér að það sé réttast að gera það ekki, það yrði hvort sem er ekkert af því sem ég þyrfti að segja. Bara þetta: ég er fjarska fjarska spennt og hlakka ósköp til að sjá kvæð- in þín á prenti. Og Guð gefi þér alla hamingju í því sambandi. Og þó finn ég enn til sama samviskubitsins yfir samsærinu sem við Kristinn stofnuðum móti þér fyrir 8 árum. En ég mundi gera það sama aftur. Því að það er ljóta syndin sem maður óskar ekki eftir að drýgja aftur. Guð minn góður, hvað ég óska þess að sú stund væri komin aftur! Ég man það enn, ég finn það enn hvað hjartað í mér barðist eins og fugl í búri þegar ég fékk Kristni fyrstu blöðin - þú hélst ég hefði gert það af kæru- leysi eða prakkaraskap! Ég veit ekki hvort ég hef á ævinni stigið erfiðara spor. Nei, ég var ekki kærulaus í þá daga. Mér voru þetta lifandi verur, hvert einasta lítið blað var mér ástkær vinur, barn sem ætti engan að í veröldinni nema mig. Og svo að láta það til vandalausra -! Nei það þýðir nú ekki að tala um það. Börn verður maður alltaf að slíta frá hjarta sér og fleygja þeim út í heiminn. í lok bréfsins biður hún um að fá aftur „það af handritunum sem ekki verður notað“ og þau fékk hún. Meðal pappíra úr fórum Ragnheiðar sem Jón sonur hennar varðveitir eru æskuljóð eftir Guðmund sem ekki hafa birst enn. Fyrsta ljóðabók Guðmundar, Kyssti migsól, kom út skömmu fyrir jólin 1936. Á titilsíðu stendur að útgefandi sé Ragnar Jónsson en það er, að því er Kristinn segir í bréfi til Guðmundar, dulnefni fyrir Heimskringlu: „Við vildum ekki láta okkar forlag spilla fyrir þér, ef það kann að þykja of byltingarsinnað." (Sjá Skáldið sem sólin kyssti, 186). Með þessu síðasta bréfi Ragnheiðar lauk þrefi þessara aldavina, en því miður lauk bréfaskiptum þeirra líka. 14 TMM 2005 • 3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.