Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Page 20
S I Ó N
Já, þarna lástu í hendi hans, með hnén uppi undir höku og and-
aðir svo hratt, og svo veikt, að þú titraðir eins og eyruggi á hornsíli.
Faðirinn studdi fingurgómi við hrygginn og hallaði hendinni var-
lega svo það réttist úr þér og þú snerist um sjálfan þig og hafnaðir
á bakinu.
Ég steig fram til að skoða þig betur. Þú klóraðir þér í nefinu með
krepptum hnefa, hnerraðir ósköp sætt, og starðir svo á mig sjálfs-
elskum augunum - gapandi munni. Og ég sá að þessi munnur
myndi aldrei fá nóg, að jaxlar hans myndu aldrei hætta að tyggja,
að tungan myndi aldrei þreytast á að vera lauguð lífsblóði annarra
lifandi vera. Þá bærðust varir þínar. Þú reyndir að segja þitt fyrsta
orð. Og orðið var: „ÉG.“
En faðirinn greip fram í fyrir þér og ávarpaði mig vinsamlegri
en skipandi röddu:
- Lúsífer, sjáðu manninn, nú skalt þú lúta honum eins og hinir
Ég leit á þig öðru sinni og í því gekk niður af þér svartur slím-
kenndur saur. Leiftursnöggt brástu hendi undir rasskinn, náðir í
hnefafylli af því sem þar var, og barst að munni þér.
Eins og alkunna er, þá beygði ég ekki kné mín fyrir þessu nýja
gæludýri föðurins, og fyrir vikið var mér kastað af himnum ásamt
þeim sem vildu fylgja mér.
En þér, maður, gaf ég að skilnaði sýn mína á þig.
18
TMM 2005 • 3