Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Side 21

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Side 21
Ármann Jakobsson Veiðimaður, spjátrungur og innlifun Sjón og sögulega skáldsagan Kápan Skáldsaga Sjóns, Skugga-Baldur (2003), ber undirtitilinn þjóðsaga. Eig- inlega er það stríðni því að auðvitað er módernísk skáldsaga eðlisólík höfundarlausum og síbreytilegum sögum sem lifa áratugum ef ekki öldum saman í munnmælum. í þessu felst þó mikilvæg vísbending til lesenda: sagan sækir afl sitt í íslenskan þjóðsagnaheim og það á marg- faldan hátt því að höfundurinn hefur ekki aðeins yfirborðskenndan áhuga á efni sagnanna heldur tekst hann á við forsendur þeirra og hug- arheim með sínu eigin lagi. Sjón hefur raunar oftsinnis áður glímt við þann heim og leiðir hans legið vítt og breitt því að fátt er alþjóðlegra en þjóðsögur þó að nafn þeirra geti valdið misskilningi á öld þjóðríkja. Skyldleikinn við þjóðsögurnar hefur þó sjaldan verið jafn beinn og í þessu tilviki því að Skugga-Baldur gerist mestmegnis á íslandi árið 1883, en fundum tveggja aðalpersónanna ber reyndar saman fimmtán árum fyrr, ekki fjarri heimili Jóns Árnasonar þjóðsagnasafnara sem þá hafði nýlega gefið út safnið íslenzkar þjóðsögur og ævintýri (1862). Þó má ekki láta undirtitilinn ráða of miklu um skilning á sögunni. Viðfangsefni hennar er ekki aðeins þjóðsagnalegt, heldur varpar til- brigðið við þjóðsöguna ljósi á þverstæður hinnar rómantísku 19. aldar sem Sjón - vissulega að sið þjóðsagna - dregur upp í einföldum og skýrum dráttum, í sögu sem er einföld að ytra byrði en rúmar þeim mun meiri víddir innra með sér. Það eru fleiri vísbendingar um inntak sögunnar utan á henni því að kápumyndin er falleg og svolítið róman- tísk teikning eftir Benedikt Gröndal sem kemur lesendum í samband við tíðaranda 19. aldar og skapar náttúrustemmingu sem er með öllu laus við óhugnað og þar með andstæð þeirri hlið náttúrunnar sem vís- að er til í heiti bókarinnar. Hér takast sumsé á tvær 19. aldar leiðir til að skynja, elska og glíma við náttúruna, strax á forsíðunni. Sömu pólar TMM 2005 • 3 19
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.