Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Qupperneq 24

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Qupperneq 24
Ármann Jakobsson afþreyingin getur verið lúmsk). En í alvarlegri sögulegri skáldsögu er markmiðið að koma á framfæri nýstárlegri túlkun á sögunni og strax á 19. öld er það gjarnan gert með því að nota sjónarhorn þeirra sem minna mega sín. Enda voru sögulegar skáldsögur þess tíma mikilvægur hluti raunsæishefðarinnar. Á 20. öld varð til angi sögulegra skáldsagna sem stundum eru kallað- ar andhefðarsögur. Þar eru hefðbundnar goðsögur, bókmenntaverk eða ævintýri endursamin eða gerð við þau tilbrigði með eins konar viðsnún- ingi. Fræg dæmi um þetta eru Grendel eftir John Gardner (1971) sem er tilbrigði við Bjólfskviðu frá sjónarhorni skrímslisins og saga Timothy Findleys Not Wanted on the Voyage (1984) þar sem saga Nóaflóðsins er endursögð en ekki með Nóa og Guð sem aðalpersónur. Grískar goð- sagnir hafa verið endurtúlkaðar í skáldsögum Christu Wolf, Kassöndru (1983) og Medeuröddum (1996) en héðan af íslandi er þekktasta dæmið Gunnlaðar saga Svövu Jakobsdóttur (1987) sem er róttæk endurtúlkun norrænna goðsagna. Ævintýrin gengu í endurnýjun lífdaga í smásagna- safni Angelu Carter, The Bloody Chamber (1979), þar sem hún ýtir við ýmsum íhaldssömum hugmyndum ævintýranna. Það sem samein- ar þessar sögur er að meginmarkmið þeirra er að nota hefðina til að færa fram róttækan boðskap þó að formlega séu þær misróttækar og módernísk einkenni misáberandi. f Skugga-Baldri er tekist á við tiltölulega einfalda frásögn úr íslenzk- um þjóðsögum og ævintýrum Jóns Árnasonar þar sem segir frá skrímslunum skoffíni og skuggabaldri. Samkvæmt einni gerð eru þau hvorttveggja afkvæmi tóu og kattar en munurinn sá að kötturinn er móðir skoffínsins en faðir skuggabaldurs. Skuggabaldrar eru sagðir skæðir að bíta fé og tekið er fram að byssur bili andspænis þeim. Ef marka má frásögn Jóns Árnasonar tala skuggabaldrar og eru þannig á mörkum manns og dýrs. Fróðleiknum fylgir saga þar sem skuggabaldri tekst að láta banamann sinn færa föðurnum skilaboð en sá er heimilis- fress á Bollastöðum. Lengra er það nú ekki enda reynist Sjón ekki þurfa lengri sögu til að takast á við 19. öldina. Skuggabaldurinn í þjóðsögunni er skrímsl af finngálknaætt, afkvæmi óæskilegs samgangs ólíkra tegunda. Hann er metinn alfarið út frá manninum sem skaðvaldur, framandi meindýr sem ruglar hinn eðlilega gang samfélagsins með drápfýsn sinni. Þó að skuggabaldurinn sé náttúrulegt viðundur má samt telja hann til náttúr- unnar í ýmsum skilningi. Til dæmis finnst hann á víðavangi og er and- stæðingur siðmenningarinnar sem felst í búskap mannsins og nýtingu á náttúrunni. Þó reynist skuggabaldurinn í þessari einu sögu koma úr 22 TMM 2005 ■ 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.