Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Page 27

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Page 27
Veiðimaður, spjátrungur og innlifun hinn eiginlegi skuggabaldur sé ekki dýrið heldur maðurinn. Þó að hann kalli tóuna varg eða rándýr þá er það hann sem herjar á náttúruna og á þar ekki heima, nema að hann finni dýrið í sér. Þannig að kannski eru það farsæl endalok fyrir Baldur Skuggason að breytast í tóu. Óvelkomin um borð Þegar hlé verður á sögunni um séra Baldur og tóuna er sagt frá Friðriki grasafræðingi og skjólstæðingi hans, Hafdísi eða Öbbu sem er á máli sögunnar „vangefið barn af asíatískum meiði“ (bls. 69). Þegar hér er komið sögu er Abba látin og Friðrik grefur hana í trjálundinum sem sveitungum hans fannst svo hjákátlegur. Við þekkjum hér aftur átök tveggja tíma þar sem Friðrik er annar póllinn en séra Baldur og flestöll sóknarbörn hans hinn. Að mörgu leyti eru andstæðurnar afturhald og nútími þó að eins og annað í sögunni sé það ekki alveg svo einfalt. Þrátt fyrir lærdóm prestsins finnst grasafræðingnum hann vera „ægilegur stupidus" (bls. 119) en þó er það hann sem hefur völdin í samfélaginu, ekki Friðrik B. Friðjónsson. í sókninni hefur lengi verið agaleysi og gamli presturinn orðið að þola búkhljóð, framíköll og áflog í kirkjunni. Séra Baldur Skuggason kemur hins vegar á aga með því að fara með óróaseggi bak við kirkju og berja þá. Þannig kemur regla í stað óreglunnar en vandinn er sá að í reglunni er ekkert pláss fyrir Öbbu. Séra Baldur bannar henni aðgang að kirkjunni sem jafngildir aðgangi að mannfélaginu og helstu viðburðum þess í sveitasamfélaginu. Prestur tekur á sig krók þegar hann sér „fávit- ann“ — en í sögulok kemur í ljós að það stafar af vondri samvisku hans gagnvart eigin dóttur sem Baldur hefur selt fyrir framhlaðning og högl. Hann er harðneskjulegur maður sem sendir „hálvitann sinn“ að sækja „kvenmannsná" án þess að segja honum að hér sé á ferð hans eigin heit- kona. „Hálvitinn“ talar upp úr prestinum; slíkt er kennivald hans yfir sveitinni þar sem Grasa-Friðrik er hálfgerður útlagi. Nöturlegt orðalag prestsins minnir svolítið á þá nöturlegu náttúru sem hann ferðast um í en Friðrik finnst talsmátinn ljótur og leiðinlegur og er í uppreisn gegn þessu kaldranalega íslenska sveitamannahugarfari sem finnst fátt hlægi- legra en skógurinn hans litli. Enginn ver Öbbu þegar hún er gerð útlæg úr kirkjunni. En þannig er staða hennar fólks í samfélaginu. Mongólsku börnunum hans Downs er fyrirkomið við fæðingu á íslandi en þá sjaldan að þau lifa af eru þau öllum til ama og heimilisfólkinu finnst skömm að deila baðstofu með vanskapnaði. Auðvelt er að fordæma þessa tíma úr fjarska en kannski TMM 2005 • 3 25
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.