Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Side 36

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Side 36
Jón Karl Helgason ir af þessu tagi eru Westminster Abbey í London og Panþeonhofið í París. Guðbrandur Jónsson var kunnugur báðum þessum stöðum og fjallaði eftirminnilega um þá í greininni „Innan um grafir dauðra" í sam- nefndu greinasafni árið 1938. Hann ræddi þá jafnframt um gagnsemi þess að komast í snertingu við gripi úr eigu þjóðþekktra einstaklinga og tók dæmi af hatti Napóleons sem hann hafði séð í Hötel des Invalides í París og kjólfötum Jóns Sigurðssonar sem lengi voru höfð til sýnis í Alþingishúsinu í Reykjavík. í báðum tilvikum færði fatnaðurinn Guð- brand enn nær þessum mönnum en vandaðar ævisögur höfðu gert. Best af öllu, segir Guðbrandur síðan, „er þó beina sambandið við mennina sjálfa, þar sem þeir eru geymdir til þess að samlagast moldinni, sem þeir eru komnir af. Ekkert skapar eins lifandi samband við þá einsog leiði þeirra, og að ganga þangað og geta lagt höndina á grænan grassvörðinn og fundið hjarta fortíðarinnar bærast í skauti jarðarinnar. Þegar maður hefur gert það, veit maður með vissu reynslunnar, að þetta fólk var alt til, og þá getur maður með krafti hugarins vakið það upp, til lífs aftur hið innra með sér sjálfum.“14 Þetta gat reyndar verið erfiðleikum bundið ef grafir manna voru týndar, illa merktar eða utan seilingar, eins og raunin var með Jónas Hallgrímsson. Sama ár og greinasafn Guðbrands kom út hvatti formaður Stúdentafélags Reykjavíkur til þess í blaðagrein að bein Jónasar yrðu flutt til Islands eða minnisvarði reistur á leiði hans í Kaupmannahöfn. Ári síðar hafði hann forgöngu um að íslendingar tryggðu sér umráðarétt yfir grafreit skáldsins ytra. Andlát Einars Bene- diktssonar og deilur vandafólks um útför hans urðu svo til þess að ríkis- stjórnin samþykkti í snatri tillögu Jónasar Jónssonar frá Hriflu og Þing- vallanefndar um þjóðargrafreit á Þingvöllum og var Einar jarðsettur þar fyrstur manna árið 1940. Nokkru síðar flutti Jónas frá Hriflu lagafrum- varp um grafreitinn og vísaði meðal annars til fordæmisins í Westminst- er Abbey, þar sem mörg ensk skáld hvíla saman í einni hliðarálmunni. Við sama tækifæri mæltist hann til þess að nafni sinn Hallgrímsson yrði fluttur heim frá Danmörku og settur við hlið Einars á Þingvöllum.15 Lýðveldisárið 1944 skaut Jón Arason líka upp kollinum í skjölum íslenskra ráðamanna þegar Sigurgeir Sigurðsson biskup skrifaði Matt- híasi Þórðarsyni þjóðminjaverði bréf til að fá staðfest að bein Jóns hefðu verið grafin upp úr Hólakirkjugarði og flutt til Reykjavíkur. Biskup hafði heyrt kviksögur þessa efnis, hringt í prófastinn í Skagafirði og hann benti á Matthías. Biskup vonar „fastlega, að hér sé aðeins um mark- lausar sögusagnir að ræða“, en telur sig þó ekki geta leitt þær með öllu hjá sér og vill vita hið sanna í málinu.16 í svari sínu sór þjóðminjavörður af sér alla ábyrgð, kvaðst hafa verið erlendis sumarið 1918 en staðgengill 34 TMM 2005 • 3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.