Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Síða 40
Jón Karl Helgason
hvergi betur komið en í kaþólskri kirkju. Ég býst við, að í þessu landi
trúarfrelsisins muni þetta þykja góð rök.“ f inngangi bréfsins lét Guð-
brandur þess getið að ein ástæða þess að hann hefði ákveðið að bregðast
við fyrirspurn Jónasar frá Hriflu væri sú að „allar líkur benda til, að
spurningunum sé í rauninni frekar beint til mín en ráðherrans svo sem
til þess að ógna mér og hindra mig frá að þora að halda fram skoðun
minni um hið svo nefnda Bessastaða-kirkjumál“. Þessar grunsemdir
voru staðfestar í umræðum sem fram fóru í þinginu fáum dögum síðar.
Málið snerist um umdeildar endurbætur húsameistara ríkisins, Guð-
jóns Samúelssonar, á Bessastaðakirkju. Gylfi Þ. Gíslason hafði lagt fram
fyrirspurn um þær á þingi í febrúar 1948 og sakað húsameistara um að
hafa spillt kirkjunni stórlega með því að færa til legsteina sem fundust
undir gólffjölunum og láta fjarlægja úr byggingunni merka sögulega
gripi og innréttingar. Jónas frá Hriflu tók þá upp hanskann fyrir Guðjón
en gat þess um leið að Guðbrandur Jónsson hefði fyrstur hreyft við
þessu máli. „Hann skrifaði um það grein, sem hann ætlaði að koma á
framfæri í einhverju blaði, en greinin hefur ekki birzt. Hann vill láta
flytja aftur í kirkjuna þá muni, sem af henni voru teknir," sagði Jónas við
þetta tækifæri.28 Þegar kom að því að Eysteinn Jónsson svaraði fyrir-
spurninni um bein Jóns Arasonar hélt Jónas áfram að hnýta í Guðbrand.
Hann fullyrti sem fyrr að Guðbrandur hefði staðið bakvið þingumræð-
urnar um Bessastaðakirkju, maður „sem lætur sér mjög annt um forn-
minjar, og varð þetta allt til þess að vekja áhuga manna á fornminjaupp-
grefti, sem grunur lék á, að hann hefði verið riðinn við“. Jónas dró í efa
að Guðbrandur hefði fengið leyfi til uppgraftarins árið 1918; ekki fynd-
ust um það nein gögn og nánustu ættingjar viðkomandi manna könnuð-
ust heldur ekkert við málið. „Má því gera ráð fyrir, að allar skýringar
Guðbrands séu rangar og að hann hafi tekið beinin í leyfisleysi,“ sagði
Jónas og var kominn í svipaðan ham og tveimur árum fyrr þegar Sigur-
jón Pétursson flutti bein Jónasar Hallgrímssonar „í leyfisleysi“ norður
yfir heiðar.29 Svar Eysteins Jónssonar við fyrirspurn þingmannsins fólst
í upplestri úr þeim gögnum sem honum höfðu borist. Ráðherra tók enga
efnislega afstöðu til málsins en lauk ræðu sinni á því að tilkynna að rík-
isstjórnin ætti eftir að ákveða hvort eða hvenær bein Jóns Arasonar yrðu
flutt norður að Hólum. Jónas frá Hriflu steig þá aftur í pontu, fyrst og
fremst til að ítreka þá skoðun sína að Guðbrandur væri ómerkilegur
pappír en líka til að boða þingsályktunartillögu þess efnis að „beinin
verði flutt norður og hafizt verði handa um að skila aftur til kirkna úti
á landi þeim góðu gripum, sem fluttir hafa verið hingað á þjóðminjasafn-
ið, og að komið verði í veg fyrir, að menn eins og Guðbrandur Jónsson
38
TMM 2005 ■ 3